Erlent

Glee-stjarna látin

Cory Monteith lék hjartaknúsarann  Finn Hudson í sjónvarpsþáttunum vinsælu.
Cory Monteith lék hjartaknúsarann Finn Hudson í sjónvarpsþáttunum vinsælu.
Cory Monteith, betur þekktur sem Finn Hudson í þáttunum Glee sem sýndir eru á Stöð 2, fannst látinn á hótelherbergi sínu í Vancouver í gær. Monteith, sem var 31 árs gamall lauk meðferð í mars á þessu ári vegna lyfjafíknar.

Monteith varð heimsfrægur fyrir fleik sinn í Glee. Ungar konur um allan heim urðu, þegar þættirnir hófu göngu sína fyrir fjórum árum,  hugfangnar af þessum hávaxna dökkhærða manni, sem í ofanálag, var með söngrödd sem bræddi hörðustu hjörtu. Monteith átti í ástarsambandi við aðalleikonu þáttana, Leu Micehele, en ásamt því að vera elskendur í raun léku þau einnig par í þáttunum. Parið hafði rætt opinskátt við fjölmiðla um fíkn leikarans og og lýsti Michele yfir ást sinni á Monteith og stuðningi við hann.

Leikferill Monteith hófst árið 2004. Hann hafði öll þau ár sem hann starfaði sem leikari í nógu að snúast en varð stjarna sem oft á tíðum mátti sjá á síðum slúðurblaða vestanhafs eftir að krækti sér í hlutverk Finns í Glee. Monteith var opinskár við fjölmiðla um lyfjafíkn sína sem hann sagði hafa byrjað þegar hann var aðeins þrettán ára gamall. Leikarinn tók sér pásu frá vinnu í mars á þessu ári og lauk meðferð við fíkn sinni.

Samkvæmt heimasíðu CNN fréttastofunnar voru það hótelstarfsmenn á Rairmont Pacific Rim hótelinu í Vancouver sem fundu lík leikarans í gær en hann hafði þá verið látinn í nokkrar klukkustundir. Ekki er vitað hvað olli andláti Monteith, en krufning á líki hans fer fram á morgun.  Lögreglan útilokar þó að það hafi borið að með saknæmum hætti.

Monteith átti í ástarsambandi við aðalleikonu þáttana, Leu Micehele. Þau léku einnig par í þáttunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×