Leiknir skaust upp í fjórða sæti 1. deildar karla í knattspyrnu í dag með 3-2 heimasigri á BÍ/Bolungarvík.
Fyrri hálfleikur var markalaus en boðið var upp á markaveislu í á 24 mínútna kafla í síðari hálfleiknum. Henni lauk með því að Egill Atlason skoraði sigurmark heimamanna.
Sigurgeir Sveinn Gíslason í liði gestanna fékk að líta rauða spjaldið í viðbótartíma.
Með sigrinum eru Breiðhyltingar komnir í 4. sætið með 16 stig. Djúpmenn hafa 15 stig í 5.-6. sæti deildarinnar.
Leiknir 3-2 BÍ/Bolungarvík
1-0 Sjálfsmark
1-1 Gunnar Már Elíasson (60.)
1-2 Max Touloute (66.)
2-2 Vigfús Arnar Jósepsson (67.)
3-2 Egill Atlason (71.)
Upplýsingar um markaskorara frá Fótbolti.net.
Egill Atla hetja Leiknismanna
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti


Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
