Sessunautar fyrstir í mark í Þórsmörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2013 15:57 Örvar kom fyrstur í mark í Þórsmörk í dag. Hér er hann ásamt syni sínum Kára. Mynd/Eva Björk Örvar Steingrímsson kom, sá og sigraði í árlegu Laugavegshlaupi sem fram fór í dag. Örvar kom í mark fjórum mínútum á undan samstarfsmanni sínum hjá verkfræðistofunni Eflu.Örvar, sem tók þátt í hlaupinu í þriðja skipti, kom í mark á rúmum fjórum klukkustundum og fjörutíu og átta mínútum. Hann hefur bætt sig á milli ára og var afar ánægður í samtali við Vísi. „Þetta var bara algjör snilld. Það voru erfiðar aðstæður að hluta til því það var langur kafli með snjó við Hrafntinnusker," sagði Örvar sem bætti sig um fjórtán mínútur frá því í fyrra. „Svo var smá mótvindur og rigning sem hafði reyndar ágætis áhrif á mig undir lokin. Þá var manni ekki svo heitt í lokin, þurfti ekki að drekka jafnmikið sem er gott fyrir magann," sagði Örvar. Laugavegshlaupið er 55 kílómetrar og voru 306 keppendur skráðir til leiks í ár. Þar af voru 125 erlendir þátttakendur. Fjórum mínútum á eftir Örvari í mark var Guðni Páll Pálsson. Svo skemmtilega vill til að Guðni og Örvar starfa saman á verkfræðistofu í bænum. „Við hlupum þetta að stærstum hluta saman. Það var ekki fyrr en átta kílómetrar voru eftir að ég gaf aðeins í og það slitnaði í sundur. Það var gott að geta spjallað við hann allan tímann." Aðspurður hvernig skrokkurinn væri eftir hlaupið sagði Örvar: „Hann er bara fínn. Maður er auðvitað þreyttur en annars er allt í góðu. Það var seyðingur aftan í læri seinustu kílómetrana en þetta er bara fínt." Íþróttir Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Örvar Steingrímsson kom, sá og sigraði í árlegu Laugavegshlaupi sem fram fór í dag. Örvar kom í mark fjórum mínútum á undan samstarfsmanni sínum hjá verkfræðistofunni Eflu.Örvar, sem tók þátt í hlaupinu í þriðja skipti, kom í mark á rúmum fjórum klukkustundum og fjörutíu og átta mínútum. Hann hefur bætt sig á milli ára og var afar ánægður í samtali við Vísi. „Þetta var bara algjör snilld. Það voru erfiðar aðstæður að hluta til því það var langur kafli með snjó við Hrafntinnusker," sagði Örvar sem bætti sig um fjórtán mínútur frá því í fyrra. „Svo var smá mótvindur og rigning sem hafði reyndar ágætis áhrif á mig undir lokin. Þá var manni ekki svo heitt í lokin, þurfti ekki að drekka jafnmikið sem er gott fyrir magann," sagði Örvar. Laugavegshlaupið er 55 kílómetrar og voru 306 keppendur skráðir til leiks í ár. Þar af voru 125 erlendir þátttakendur. Fjórum mínútum á eftir Örvari í mark var Guðni Páll Pálsson. Svo skemmtilega vill til að Guðni og Örvar starfa saman á verkfræðistofu í bænum. „Við hlupum þetta að stærstum hluta saman. Það var ekki fyrr en átta kílómetrar voru eftir að ég gaf aðeins í og það slitnaði í sundur. Það var gott að geta spjallað við hann allan tímann." Aðspurður hvernig skrokkurinn væri eftir hlaupið sagði Örvar: „Hann er bara fínn. Maður er auðvitað þreyttur en annars er allt í góðu. Það var seyðingur aftan í læri seinustu kílómetrana en þetta er bara fínt."
Íþróttir Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira