Liðin eru hvort á sínum enda töflunnar enda Haukar verið í nokkuð góðum gír en Stólarnir átt erfitt uppdráttar í sumar. Flest stefndi í 1-1 jafntefli þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Þá fékk Elvar Páll boltann á miðjunni.
Blikinn uppaldi tók á sprett upp völlinn en ákvað fljótlega að hlaða í skot. Niðurstöðuna má sjá eftir um fimm mínútur í myndbandinu hér að neðan. Óhætt er að segja að um sé að ræða eitt af glæsilegustu mörkum sumarsins.