Kieraah L. Marlow mun ekki leika með Snæfell á næstu leiktíð en hún hefur fengið tilboð frá liði hér á landi og einnig frá Þýskalandi og Finnlandi.
Í stað Marlow eru Hólmarar búnir að ráða til sín Chynna Brown sem lék með Texas Tech háskólanum, sama skóla og Jordan Murphree lék með en hún lék með Snæfell eftir áramót leiktímabilið 2011-2012.
Chynna Brown, sem er 173 cm á hæð, var tímabilið 2011-2012 valin besti sjötti leikmaðurinn í Big 12 deildinni. Hún skoraði 8,7 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 1,6 stoðsendingu að meðaltali í leik.
Í ár var hún lykilleikmaður í Texas Tech háskólanum þar sem hún skoraði 13,4 stig í leik, tók 5,4 fráköst og gaf 1,4 stoðsendingu.
Skotnýting Brown var góð og er hún talin fjölhæfur leikmaður. Von er á Chynnu í september þegar að pappírsvinnan er öll að baki og allt á tæru.
Nánar á heimasíðu Snæfells.
Brown ætlað að fylla í skarð Marlow
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

