Öflugasti framleiðslubíll Peugeot Finnur Thorlacius skrifar 12. júlí 2013 08:30 Peugeot RCZ hefur verið í framleiðslu hjá franska bílaframleiðandanum frá 2009. Hann hefur hingað til aðeins verið með 200 hestafla vél en verður kynntur á hátíðinni Goodwood Festival of Speed með 270 hestöfl í farteskinu og heitir nú RCZ-R. Með því er hann öflugasti bíll sem fjöldaframleiddur hefur verið hjá Peugeot frá upphafi. Öll þessi hestöfl koma frá lítilli 1,6 lítra vél, yfirtjúnaðri sem skilar hámarksafli á víðu snúningssviði, frá 1.900 til 5.500 snúningum. Fyrir vikið er bíllinn ekki nema 5,9 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Hann er því 1,6 sekúndu sneggri en forverinn í hundraðið og munar um minna. Fjöðrun bílsins er algerlega endurhönnuð og er hún talsvert stífari og kemur í veg fyrir hliðarhalla í beygjum. Bíllinn mun koma á 19 tommu Goodyear Eagle F1 dekkjum og felgurnar eru tvílitar og úr áli. Bíllinn situr nú enn neðar, 10 mm nær götunni en forverinn. Þessi nýi Peugeot RCZ verður einnig til sýnis á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent
Peugeot RCZ hefur verið í framleiðslu hjá franska bílaframleiðandanum frá 2009. Hann hefur hingað til aðeins verið með 200 hestafla vél en verður kynntur á hátíðinni Goodwood Festival of Speed með 270 hestöfl í farteskinu og heitir nú RCZ-R. Með því er hann öflugasti bíll sem fjöldaframleiddur hefur verið hjá Peugeot frá upphafi. Öll þessi hestöfl koma frá lítilli 1,6 lítra vél, yfirtjúnaðri sem skilar hámarksafli á víðu snúningssviði, frá 1.900 til 5.500 snúningum. Fyrir vikið er bíllinn ekki nema 5,9 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Hann er því 1,6 sekúndu sneggri en forverinn í hundraðið og munar um minna. Fjöðrun bílsins er algerlega endurhönnuð og er hún talsvert stífari og kemur í veg fyrir hliðarhalla í beygjum. Bíllinn mun koma á 19 tommu Goodyear Eagle F1 dekkjum og felgurnar eru tvílitar og úr áli. Bíllinn situr nú enn neðar, 10 mm nær götunni en forverinn. Þessi nýi Peugeot RCZ verður einnig til sýnis á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent