Beit eyrað af vininum í bílferð Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 13:15 Margt skrítið gerist á þjóðvegunum í Bandaríkjunm Eitthvað urðu þeir ósáttir vinirnir sem voru í bíltúr á Interstate 95 þjóðveginum í Virginíufylki í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardeginum 4. júlí um daginn. Það fór ekki betur en svo í miðju rifrildi þeirra að farþeginn beit eyrað af ökumanninum í reiði sinni og henti því síðan á götuna. Hinn eyralausi hljóp eins og óður maður eftir atvikið með blóðstrauminn niður eftir vanganum við mikla furðu annarra vegfarenda. Eyrað fannst á götunni og læknar gerðu heiðarlega tilraun til að græða það á aftur. Eyrnabíturinn svangi hefur verið kærður fyrir verknað sinn og hætt er við því að vinur hans bjóði honum ekki bráðlega aftur í bíltúr. Þeir bíltúrar eru nú eyrnamerktir sem hættulegir. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent
Eitthvað urðu þeir ósáttir vinirnir sem voru í bíltúr á Interstate 95 þjóðveginum í Virginíufylki í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardeginum 4. júlí um daginn. Það fór ekki betur en svo í miðju rifrildi þeirra að farþeginn beit eyrað af ökumanninum í reiði sinni og henti því síðan á götuna. Hinn eyralausi hljóp eins og óður maður eftir atvikið með blóðstrauminn niður eftir vanganum við mikla furðu annarra vegfarenda. Eyrað fannst á götunni og læknar gerðu heiðarlega tilraun til að græða það á aftur. Eyrnabíturinn svangi hefur verið kærður fyrir verknað sinn og hætt er við því að vinur hans bjóði honum ekki bráðlega aftur í bíltúr. Þeir bíltúrar eru nú eyrnamerktir sem hættulegir.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent