Beit eyrað af vininum í bílferð Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 13:15 Margt skrítið gerist á þjóðvegunum í Bandaríkjunm Eitthvað urðu þeir ósáttir vinirnir sem voru í bíltúr á Interstate 95 þjóðveginum í Virginíufylki í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardeginum 4. júlí um daginn. Það fór ekki betur en svo í miðju rifrildi þeirra að farþeginn beit eyrað af ökumanninum í reiði sinni og henti því síðan á götuna. Hinn eyralausi hljóp eins og óður maður eftir atvikið með blóðstrauminn niður eftir vanganum við mikla furðu annarra vegfarenda. Eyrað fannst á götunni og læknar gerðu heiðarlega tilraun til að græða það á aftur. Eyrnabíturinn svangi hefur verið kærður fyrir verknað sinn og hætt er við því að vinur hans bjóði honum ekki bráðlega aftur í bíltúr. Þeir bíltúrar eru nú eyrnamerktir sem hættulegir. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent
Eitthvað urðu þeir ósáttir vinirnir sem voru í bíltúr á Interstate 95 þjóðveginum í Virginíufylki í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardeginum 4. júlí um daginn. Það fór ekki betur en svo í miðju rifrildi þeirra að farþeginn beit eyrað af ökumanninum í reiði sinni og henti því síðan á götuna. Hinn eyralausi hljóp eins og óður maður eftir atvikið með blóðstrauminn niður eftir vanganum við mikla furðu annarra vegfarenda. Eyrað fannst á götunni og læknar gerðu heiðarlega tilraun til að græða það á aftur. Eyrnabíturinn svangi hefur verið kærður fyrir verknað sinn og hætt er við því að vinur hans bjóði honum ekki bráðlega aftur í bíltúr. Þeir bíltúrar eru nú eyrnamerktir sem hættulegir.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent