Tvennskonar Game of Thrones-ferðir á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. júlí 2013 12:20 Frá tökum á Íslandi í fyrra. MYND/VILHELM Ferðafyrirtækin The Traveling Viking og Iceland Travel munu bjóða upp á sérstakar Game of Thrones-ferðir til Íslands næsta vetur þar sem tökustaðir á Mývatni verða sóttir heim. Þá býður breska ferðafyrirtækið Discover the World upp á samskonar ferðir um tökustaði á Suðurlandi. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns. The Traveling Viking og Iceland Travel settu ferðirnar í sölu á mánudaginn var og að sögn Rósu Stefánsdóttur hjá Iceland Travel hafa viðbrögðin farið fram úr öllum vonum. Hún segir að aðdáendahópur þáttanna sé stór og hugmyndin hitti því beint í mark. Ferðirnar verða einungis í boði yfir vetrartímann svo ferðamennirnir fá stemninguna „handan veggsins“ beint í æð með leiðsögumanni sem vísar þeim um svæðið. „Við urðum vör við mikinn áhuga á Íslandi þegar tökuliðið var statt hér á landi. Því sáum við tækifæri í að bjóða upp á ferðir til að skoða tökustaði Game of Thrones. Einnig viljum við vinna að því takmarki að gera Ísland að ferðamannastað allt árið og bjóða ferðamenn velkomna yfir vetrartímann. Þú náttúrlega upplifir ekki þessa Game of Thrones tilfinningu almennilega nema að vetrarlagi á Íslandi,“ segir Rósa. Ferðir Discover the World um Suðurland eru einnig til þess gerðar að fólk kynnist svæðinu „handan veggsins“, en verða með töluvert öðru sniði. Þar keyra ferðamennirnir sjálfir um á bílaleigubíl eftir leiðbeiningum og heimsækja staði eins og Vatnajökul, Jökulsárlón, Skóga, - og Seljalandsfoss og Bláa Lónið. Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð.Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um Game of Thrones ferðir Iceland Travel og The Traveling Viking um Norðurland, og hér um ferðir Discover the World um Suðurland. Game of Thrones Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ferðafyrirtækin The Traveling Viking og Iceland Travel munu bjóða upp á sérstakar Game of Thrones-ferðir til Íslands næsta vetur þar sem tökustaðir á Mývatni verða sóttir heim. Þá býður breska ferðafyrirtækið Discover the World upp á samskonar ferðir um tökustaði á Suðurlandi. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns. The Traveling Viking og Iceland Travel settu ferðirnar í sölu á mánudaginn var og að sögn Rósu Stefánsdóttur hjá Iceland Travel hafa viðbrögðin farið fram úr öllum vonum. Hún segir að aðdáendahópur þáttanna sé stór og hugmyndin hitti því beint í mark. Ferðirnar verða einungis í boði yfir vetrartímann svo ferðamennirnir fá stemninguna „handan veggsins“ beint í æð með leiðsögumanni sem vísar þeim um svæðið. „Við urðum vör við mikinn áhuga á Íslandi þegar tökuliðið var statt hér á landi. Því sáum við tækifæri í að bjóða upp á ferðir til að skoða tökustaði Game of Thrones. Einnig viljum við vinna að því takmarki að gera Ísland að ferðamannastað allt árið og bjóða ferðamenn velkomna yfir vetrartímann. Þú náttúrlega upplifir ekki þessa Game of Thrones tilfinningu almennilega nema að vetrarlagi á Íslandi,“ segir Rósa. Ferðir Discover the World um Suðurland eru einnig til þess gerðar að fólk kynnist svæðinu „handan veggsins“, en verða með töluvert öðru sniði. Þar keyra ferðamennirnir sjálfir um á bílaleigubíl eftir leiðbeiningum og heimsækja staði eins og Vatnajökul, Jökulsárlón, Skóga, - og Seljalandsfoss og Bláa Lónið. Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð.Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um Game of Thrones ferðir Iceland Travel og The Traveling Viking um Norðurland, og hér um ferðir Discover the World um Suðurland.
Game of Thrones Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira