S-Class ofurútgáfa í stað Maybach Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2013 13:57 Mercedes Benz S-Class Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, lagði niður lúxusbílamerkið Maybach í fyrra eftir að hafa reynt að blása lífi í þetta ríflega 100 ára gamla bílamerki, en án árangurs. Daimler hafði ætlað Maybach að keppa við Bentley og Rolls Royce um seðla ríkustu bílakaupendanna og kostuðu bílar Maybach allt að 470.000 dollara, eða 57 milljónir króna. Kaupendum Maybach fór sífellt fækkandi og eina ráð Daimler var að leggja niður merkið. Svo Daimler geti nú áfram keppt á markaði fyrir dýrari lúxusbíla ætla þeir að tefla frekar fram ofurútgáfu S-Class bílsins og munu fyrstu bílarnir koma á markað árið 2015 og þá af 2016 árgerð. Munu þeir kosta á bilinu 200-250.000 dollara, eða 24-30 milljónir króna. Það verð er á pari við ódýrari gerðir Bentley og Rolls Royce, en það sem Mercedes Benz telur sig hafa fram yfir keppinautana verður meiri búnaður og tækni sem í boði verða í þeirra nýju bílum. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, lagði niður lúxusbílamerkið Maybach í fyrra eftir að hafa reynt að blása lífi í þetta ríflega 100 ára gamla bílamerki, en án árangurs. Daimler hafði ætlað Maybach að keppa við Bentley og Rolls Royce um seðla ríkustu bílakaupendanna og kostuðu bílar Maybach allt að 470.000 dollara, eða 57 milljónir króna. Kaupendum Maybach fór sífellt fækkandi og eina ráð Daimler var að leggja niður merkið. Svo Daimler geti nú áfram keppt á markaði fyrir dýrari lúxusbíla ætla þeir að tefla frekar fram ofurútgáfu S-Class bílsins og munu fyrstu bílarnir koma á markað árið 2015 og þá af 2016 árgerð. Munu þeir kosta á bilinu 200-250.000 dollara, eða 24-30 milljónir króna. Það verð er á pari við ódýrari gerðir Bentley og Rolls Royce, en það sem Mercedes Benz telur sig hafa fram yfir keppinautana verður meiri búnaður og tækni sem í boði verða í þeirra nýju bílum.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent