1.208 Porsche 911 bílar Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2013 10:15 Á ýmsan hátt er haldið uppá 50 ára afmæli Porsche 911 bílsins í ár. Í þessu tilviki hefur líklega verið slegið heimsmet í fjölda 911 bíla samankomna á einum stað. Staðurinn er Silverstone kappakstursbrautin í Englandi og það voru hvorki meira né minna en 1.208 eigendur sportbílsins goðsagnarkennda sem mættu með bíla sína, bílgerðinni til heiðurs. Þessi fjöldi hefur vafalaust farið langt með að fylla Silverstone brautina. Frá því Porsche 911 var kynntur til leiks árið 1963 hafa 820.000 slíkir bílar verið framleiddir og stærstur hluti þeirra enn ökuhæfir. Þó að 1.208 Porsche 911 bílar verðir að teljast mikið, þá er það aðeins 0,15% af framleiðslunni frá upphafi. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá bílana aka um Silverstone brautina og er það eðlilega fögur sjón fyrir aðdáendur Porsche 911 bíla. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent
Á ýmsan hátt er haldið uppá 50 ára afmæli Porsche 911 bílsins í ár. Í þessu tilviki hefur líklega verið slegið heimsmet í fjölda 911 bíla samankomna á einum stað. Staðurinn er Silverstone kappakstursbrautin í Englandi og það voru hvorki meira né minna en 1.208 eigendur sportbílsins goðsagnarkennda sem mættu með bíla sína, bílgerðinni til heiðurs. Þessi fjöldi hefur vafalaust farið langt með að fylla Silverstone brautina. Frá því Porsche 911 var kynntur til leiks árið 1963 hafa 820.000 slíkir bílar verið framleiddir og stærstur hluti þeirra enn ökuhæfir. Þó að 1.208 Porsche 911 bílar verðir að teljast mikið, þá er það aðeins 0,15% af framleiðslunni frá upphafi. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá bílana aka um Silverstone brautina og er það eðlilega fögur sjón fyrir aðdáendur Porsche 911 bíla.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent