Tökur Game of Thrones í fullum gangi á Þingvöllum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. júlí 2013 13:44 Frá tökum á Þingvöllum í dag. MYND/STÖÐ 2 Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones sjónvarpsþáttana kom hingað til lands á dögunum. Tökur hófust á mánudaginn og áætlað er að þær standi yfir í tvær vikur. Meðal tökustaða er Stekkjagjá á Þingvöllum og fara tökur þar fram þessa stundina. Myndirnar hér í fréttinni voru teknar á tökustaðnum í dag en fréttateymi Stöðvar 2 fékk að svipast þar um í dag. Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum en tökur munu einnig fara fram í Þjórsárdal og á Hengilssvæðinu. Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana, sem verður frumsýnd næsta vor, og Stöð 2 mun sýna líkt og hinar seríurnar þrjár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um tökurnar á Þingvöllum. Á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá ítarlegra viðtal við aðalframleiðanda þáttana hér á landi, Chris Newman.Leikarar í fullum skrúða á Þingvöllum.MYND/STÖÐ 2Stund milli stríða. Tökulið og leikarar fá sér hádegismat.MYND/STÖÐ 2Þingvellir skarta sumarskrúða á meðan tökum stendur. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig landslagið kemur út í þáttunum.MYND/STÖÐ 2 Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones sjónvarpsþáttana kom hingað til lands á dögunum. Tökur hófust á mánudaginn og áætlað er að þær standi yfir í tvær vikur. Meðal tökustaða er Stekkjagjá á Þingvöllum og fara tökur þar fram þessa stundina. Myndirnar hér í fréttinni voru teknar á tökustaðnum í dag en fréttateymi Stöðvar 2 fékk að svipast þar um í dag. Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum en tökur munu einnig fara fram í Þjórsárdal og á Hengilssvæðinu. Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana, sem verður frumsýnd næsta vor, og Stöð 2 mun sýna líkt og hinar seríurnar þrjár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um tökurnar á Þingvöllum. Á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá ítarlegra viðtal við aðalframleiðanda þáttana hér á landi, Chris Newman.Leikarar í fullum skrúða á Þingvöllum.MYND/STÖÐ 2Stund milli stríða. Tökulið og leikarar fá sér hádegismat.MYND/STÖÐ 2Þingvellir skarta sumarskrúða á meðan tökum stendur. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig landslagið kemur út í þáttunum.MYND/STÖÐ 2
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein