Frábær troðsla Kristófers | Myndband
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Í meðfylgjndi myndbroti frá Leikbrot.is má sjá frábæra takta Kristófers Acox í leik U-22 liðs Íslands gegn jafnöldrum sínum frá Danmörku í gær.
Kristófer var annars stigahæstur í liði Íslands í gær með 20 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst.
Danir höfðu þó betur í leiknum, 83-69, en troðsluna má sjá hér fyrir neðan.