Tryggvi Guðmundsson var í byrjunarliði HK í 3-1 sigri gegn ÍR í kvöld. Það tók hann aðeins 22 mínútur að opna markareikning sinn hjá Kópavogsfélaginu.
Tryggvi, sem er markahæsti leikmaður í efstu deild karla frá upphafi, samdi við 2. deildarliðið í vikunni. Auk þess að spila með liðinu er hann aðstoðarmaður Gunnlaugs Jónssonar, þjálfara liðsins.
Með sigrinum komst HK upp að hlið KV og Aftureldingar í toppsæti deildarinnar. Öll liðin hafa 24 stig en Vesturbæingar og Mosfellingar eiga leik til góða á HK.
