Audi selur 1,5 milljón bíla 2 árum á undan áætlun Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 14:45 Audi A6 Allroad Rupert Stadler forstjóri Audi segir að fyrirtækið muni líklega ná 1,5 milljón bíla sölu á árinu, en Audi seldi 780.500 bíla á fyrri helmingi ársins. Því stefnir allt í að fyrirtækið muni ná yfir 1,5 milljón bíla sölu áður en árið er liðið, en Audi hafði uppi áætlanir um að ná því marki árið 2015. Hin góða sala nú er dregin áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum. Salan á fyrri helmingi ársins var 6% meiri en árið áður og hefur Audi með því dregið á sölu BMW og munar nú aðeins 24.000 bílum, en fyrir ári síðan var sá munur 85.000 bílar. "Við höfum nú náð Mercedes Benz í sölu og stefnum hraðbyri að því að ná BMW líka og höfum aldrei verið nær þeim í sölu", sagði forstjórinn. Stefnan er að ná 2 milljónum bíla árið 2020 og verða þá komnir upp fyrir BMW. BMW seldi 1,54 milljón bíla í fyrra, en Audi seldi 1,45 milljón bíla. Mercedes Benz seldi 1,32 milljón bíla í fyrra. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent
Rupert Stadler forstjóri Audi segir að fyrirtækið muni líklega ná 1,5 milljón bíla sölu á árinu, en Audi seldi 780.500 bíla á fyrri helmingi ársins. Því stefnir allt í að fyrirtækið muni ná yfir 1,5 milljón bíla sölu áður en árið er liðið, en Audi hafði uppi áætlanir um að ná því marki árið 2015. Hin góða sala nú er dregin áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum. Salan á fyrri helmingi ársins var 6% meiri en árið áður og hefur Audi með því dregið á sölu BMW og munar nú aðeins 24.000 bílum, en fyrir ári síðan var sá munur 85.000 bílar. "Við höfum nú náð Mercedes Benz í sölu og stefnum hraðbyri að því að ná BMW líka og höfum aldrei verið nær þeim í sölu", sagði forstjórinn. Stefnan er að ná 2 milljónum bíla árið 2020 og verða þá komnir upp fyrir BMW. BMW seldi 1,54 milljón bíla í fyrra, en Audi seldi 1,45 milljón bíla. Mercedes Benz seldi 1,32 milljón bíla í fyrra.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent