Daimler kaupir 5% í Aston Martin Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 13:15 Aston Martin verður nú færara um að keppa við Bentley, Ferrari og Maserati Daimler hefur keypt 5% hlut í Aston Martin í því augnamiði að leiða saman þekkingu AMG deildar Mercedes Benz og sportbílaframleiðandans Aston Martin. Í fyrstu virðist Aston Martin geta grætt frekar á þessu samstarfi við AMG, en öfugt. Aston Martin fær með þessu aðgengi að 8 strokka vélum Mercedes Benz, sem og rafbúnaði bíla þeirra og mun AMG þróa þess hluti í bíla Aston Martin á næstunni. Yfirmaður Mercedes-AMG segir þetta samstarf vera "win-win" samstarf sem báðir aðilar munu hagnast á. Þessum 5% hlut Daimler í Aston Martin fylgir ekkert atkvæðavægi í stjórn fyrirtækisins. Aston Martin er eini lúxusbílaframleiðandi heims sem ekki tilheyrir neinum af stærri bílaframleiðendum heims og mun með þessu minnka þann þróunarkostnað sem fylgir því að búa til nýja bíla og verður með þessu færara um að keppa við merki eins og Bentley, sem tilheyrir Volkswagen samsteypunni og Ferrari og Maserati sem tilheyra Fiat. Aston Martin mun leggja til 92 milljarða króna á næstu 5 árum við þróun nýrra bíla. Aston Martin seldi 2.340 bíla á fyrst 9 mánuðum síðasta árs, svo gera má ráð fyrir að salan á síðasta ári hafi verið um 3.100 bílar. Aston Martin fagnar um þessar mundir 100 ára afmæli fyrirtækisins og af því tilefni var blásið til kappaksturs milli Aston Martin glæsikerra þvert yfir Evrópu, frá Ítalíu til Englands. Sjá má myndband um kappaksturinn hér fyrir neðan. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent
Daimler hefur keypt 5% hlut í Aston Martin í því augnamiði að leiða saman þekkingu AMG deildar Mercedes Benz og sportbílaframleiðandans Aston Martin. Í fyrstu virðist Aston Martin geta grætt frekar á þessu samstarfi við AMG, en öfugt. Aston Martin fær með þessu aðgengi að 8 strokka vélum Mercedes Benz, sem og rafbúnaði bíla þeirra og mun AMG þróa þess hluti í bíla Aston Martin á næstunni. Yfirmaður Mercedes-AMG segir þetta samstarf vera "win-win" samstarf sem báðir aðilar munu hagnast á. Þessum 5% hlut Daimler í Aston Martin fylgir ekkert atkvæðavægi í stjórn fyrirtækisins. Aston Martin er eini lúxusbílaframleiðandi heims sem ekki tilheyrir neinum af stærri bílaframleiðendum heims og mun með þessu minnka þann þróunarkostnað sem fylgir því að búa til nýja bíla og verður með þessu færara um að keppa við merki eins og Bentley, sem tilheyrir Volkswagen samsteypunni og Ferrari og Maserati sem tilheyra Fiat. Aston Martin mun leggja til 92 milljarða króna á næstu 5 árum við þróun nýrra bíla. Aston Martin seldi 2.340 bíla á fyrst 9 mánuðum síðasta árs, svo gera má ráð fyrir að salan á síðasta ári hafi verið um 3.100 bílar. Aston Martin fagnar um þessar mundir 100 ára afmæli fyrirtækisins og af því tilefni var blásið til kappaksturs milli Aston Martin glæsikerra þvert yfir Evrópu, frá Ítalíu til Englands. Sjá má myndband um kappaksturinn hér fyrir neðan.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent