Sprengdu bíl í steggjapartýi Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 10:08 Margir misgáfulegir hlutir hafa verið gerðir í þeim gleðskap sem haldnir eru fyrir tilvonandi brúðguma, svokölluðum steggjapartýum. Sumum steggjum er hent uppí flugvél, öðrum í teygjustökk og enn aðrir fá að reyna fallhlífarstökk. Ekki er þó, svo vitað sé, algengt að heilu bílarnir séu sprengdir í loft upp til að gleðja stegginn. Það var þó gert í þessu steggjapartýi. Bíllinn sem fær að finna fyrir þeim 20 kílóum af sprengiefni sem í hann var sett er Volkswagen Jetta árgerð 1998. Steggurinn fékk að sjálfsögðu að taka í gikk þess riffils sem virkjar sprengiefnin og skaut hann á bílinn á næstum 300 metra færi. Bíllinn springur í kjölfarið í tætlur og brot úr honum hendast hundruði metra uppí loftið. Sjá má þessa uppákomu í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent
Margir misgáfulegir hlutir hafa verið gerðir í þeim gleðskap sem haldnir eru fyrir tilvonandi brúðguma, svokölluðum steggjapartýum. Sumum steggjum er hent uppí flugvél, öðrum í teygjustökk og enn aðrir fá að reyna fallhlífarstökk. Ekki er þó, svo vitað sé, algengt að heilu bílarnir séu sprengdir í loft upp til að gleðja stegginn. Það var þó gert í þessu steggjapartýi. Bíllinn sem fær að finna fyrir þeim 20 kílóum af sprengiefni sem í hann var sett er Volkswagen Jetta árgerð 1998. Steggurinn fékk að sjálfsögðu að taka í gikk þess riffils sem virkjar sprengiefnin og skaut hann á bílinn á næstum 300 metra færi. Bíllinn springur í kjölfarið í tætlur og brot úr honum hendast hundruði metra uppí loftið. Sjá má þessa uppákomu í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent