Knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson hefur skrifað undir samning við HK en leikmaðurinn hætti hjá Fylki á dögunum.
Tryggvi verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins í 2. deildinni í sumar en liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir KV og Aftureldingu sem verma tvö efstu sætin.
Tryggvi Guðmundsson er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu og ætti því að styrkja HK verulega í toppbaráttunni.
Tryggvi Guðmundsson samdi við HK
Stefán Árni Pálsson skrifar
