Jón Arnór kemur inn í landsliðið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2013 10:44 Jón Arnór Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd / Anton „Ég kem inn í landsliðið núna,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, í samtali við Vísi. Ísland mætir Dönum í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag en liðið er nýkomið frá Kína þar sem liðið stóð sig með stakri prýði. Jón Arnór telur að Ísland eigi góða möguleika á því að komast á Evrópumótið. „Ég verð að koma mér í stand og fara spila körfubolta. Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig í vetur og því þurfti ég bara mína hvíld.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við erfið meiðsli í mjöð undanfarna mánuði og þurfti hann meðal annars að hvílast í rúmlega mánuð á miðju tímabili hjá CAI Zaragoza. „Þetta þarf rosalega langan tíma og ég er ekki orðin alveg heill heilsu eins og staðan er í dag. Mig langar samt sem áður að taka þátt í þessum æfingaleikjum með landsliðinu, eftir það fer ég til Spánar og þá verður staðan endurmetin, hvað skal gera í framhaldinu af því.“ „Ég er með bólgur í mjöðminni sem leiðir niður í hné og hefur valdið mér miklum óþægindum. Það er ekki alveg komið í ljós hvað er að valda þessu en ég gef mér það að þetta séu ákveðin álagsmeiðsli.“ „Í vetur kom það nokkrum sinnum fyrir að það þurfti að sprauta mig fyrir leiki til að halda mér gangandi, en svo var tekinn sú ákvörðun að gefa mér mánaðar frí til að jafna mig.“ „Undanfarnar vikur hef ég verið í sjúkraþjálfun sem og í meðferð hjá Jóni Arnari [Magnússyni] sem hefur verið að rétta á mér allan skrokkinn,“ segir Jón Arnór en Jón Arnar Magnússon, fyrrum tugþrautakappi, starfar í dag sem kírópraktor. „Hann tók myndir af skrokknum á mér og hefur verið að rétta við á mér mjaðmagrindina og spjaldhrygginn en það kom í ljós að ég er töluvert skakkur.“ Íslenska landsliðið í körfubolta stóð sig frábærlega á sterku fjögurra liða móti í Kína á dögunum og hafnaði liðið í öðru sæti mótsins. Ísland bar sigur út býtum gegn Svartfjallalandi og Makedóníu en tapaði fyrir Kína. Ísland mætir Danmörku í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta danska lið er og veit lítið um leikmenn liðsins. Það verður myndbandsfundur hjá landsliðinu í síðar í dag og vonandi verð ég fróðari eftir hann.“ Ísland mun síðan mæta Rúmeníu og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst en undanfarin verkefni hafa verið til undirbúnings fyrir þá leiki. „Miðað við úrslitin hjá landsliðinu út í Kína eigum við virkilega góða möguleika á því að komast á Evrópumótið.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
„Ég kem inn í landsliðið núna,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, í samtali við Vísi. Ísland mætir Dönum í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag en liðið er nýkomið frá Kína þar sem liðið stóð sig með stakri prýði. Jón Arnór telur að Ísland eigi góða möguleika á því að komast á Evrópumótið. „Ég verð að koma mér í stand og fara spila körfubolta. Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig í vetur og því þurfti ég bara mína hvíld.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við erfið meiðsli í mjöð undanfarna mánuði og þurfti hann meðal annars að hvílast í rúmlega mánuð á miðju tímabili hjá CAI Zaragoza. „Þetta þarf rosalega langan tíma og ég er ekki orðin alveg heill heilsu eins og staðan er í dag. Mig langar samt sem áður að taka þátt í þessum æfingaleikjum með landsliðinu, eftir það fer ég til Spánar og þá verður staðan endurmetin, hvað skal gera í framhaldinu af því.“ „Ég er með bólgur í mjöðminni sem leiðir niður í hné og hefur valdið mér miklum óþægindum. Það er ekki alveg komið í ljós hvað er að valda þessu en ég gef mér það að þetta séu ákveðin álagsmeiðsli.“ „Í vetur kom það nokkrum sinnum fyrir að það þurfti að sprauta mig fyrir leiki til að halda mér gangandi, en svo var tekinn sú ákvörðun að gefa mér mánaðar frí til að jafna mig.“ „Undanfarnar vikur hef ég verið í sjúkraþjálfun sem og í meðferð hjá Jóni Arnari [Magnússyni] sem hefur verið að rétta á mér allan skrokkinn,“ segir Jón Arnór en Jón Arnar Magnússon, fyrrum tugþrautakappi, starfar í dag sem kírópraktor. „Hann tók myndir af skrokknum á mér og hefur verið að rétta við á mér mjaðmagrindina og spjaldhrygginn en það kom í ljós að ég er töluvert skakkur.“ Íslenska landsliðið í körfubolta stóð sig frábærlega á sterku fjögurra liða móti í Kína á dögunum og hafnaði liðið í öðru sæti mótsins. Ísland bar sigur út býtum gegn Svartfjallalandi og Makedóníu en tapaði fyrir Kína. Ísland mætir Danmörku í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta danska lið er og veit lítið um leikmenn liðsins. Það verður myndbandsfundur hjá landsliðinu í síðar í dag og vonandi verð ég fróðari eftir hann.“ Ísland mun síðan mæta Rúmeníu og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst en undanfarin verkefni hafa verið til undirbúnings fyrir þá leiki. „Miðað við úrslitin hjá landsliðinu út í Kína eigum við virkilega góða möguleika á því að komast á Evrópumótið.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira