Íþróttafélagið Hamrarnir á Akureyri hafa boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem stofnun handknattleiksdeildar verður kynnt.
Hamrarnir stefna á þátttöku í 1. deild karla á næstu leiktíð en liðið er staðsett á Akureyri. Akureyri teflir þegar fram meistaraflokki karla í efstu deild sem ber heiti bæjarsins en nú verður bærinn einnig með lið í næstefstu deild.
Á dögunum tilkynntu KR-ingar þátttöku sína í 1. deild karla og því ljóst að handboltaliðum landsins fjölgar þessar vikurnar.
Stofnfundur Hamranna fer fram í KA-heimilinu annað kvöld klukkan 20 og eru allir velkomnir.
Nýtt handboltalið á Akureyri
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti



Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn


Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn


