Fótbolti

Enginn FH-ingur missir af Vínarferð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Emil Pálsson fékk gult spjald í kvöld.
Emil Pálsson fékk gult spjald í kvöld. Mynd/Stefán
Sex leikmenn FH voru áminntir í sigurleik liðsins gegn Ekranes í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Þrír þeir fengu einnig spjald í fyrri leiknum í Litháen.

Emil Pálsson, Pétur Viðarsson og Sam Tillen fengu gul spjöld í báðum leikjunum en fara þó ekki í leikbann. Knattspyrnusamband Evrópu gerði breytingu á reglum sínum fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Áður fóru leikmenn í leikbann þegar þeir fengu tvö gul spjöld en nú þarf þrjú til.

Leikmennirnir þrír verða því að óbreyttu í leikmannahópi FH sem heldur til Vínarborgar í fyrri leikinn sem fram fer á þriðjudagskvöldið. Þeir eru þó allir á hættusvæði og yrðu í leikbanni í síðari leiknum í Kaplakrika ef þeir fengju spjald ytra.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: FH - Ekranas 2-1

FH-ingar tryggðu sig áfram í undankeppnini í Meistaradeildinni með 2-1 sigri á FK Ekranas í kvöld og mæta Austria frá Vín í næstu umferð. Sigurinn í kvöld var verðskuldaður og gáfu FH-ingar fá færi á sér í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×