Svissneski herinn kaupir 4.189 Mercedes Benz G-Class Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 14:30 Nýi Mercedes Benz G-Class herjeppinn Það er engin smápöntun sem svissneski herinn lagði inn hjá Mercedes Benz verksmiðjunum um daginn, þ.e. á 4.189 stykkjum af nýjustu gerð hins sterkbyggða G-Class bíls, sem einmitt var fyrst framleiddur sem herbíll. Svissneski herinn ætlar að skipta út eldri gerð þessa bíls fyrir þá allra nýjustu. Þessir bílar virðast endast ótrúlega vel en þeim sem skipt verður út hafa þjónað hernum í tvo áratugi. Eldri gerðin, með framleiðslunúmerinu 461, er með 2,3 lítra dísilvél en sú nýja með 3,0 litra og 184 hestafla vél með forþjöppu tengda við 5 gíra skiptingu, ber framleiðslunúmerið 463. Herinn verður því snarari í snúningum fyrir vikið. Þessir bílar kosta skildinginn, eða um tvo þriðju af G-550 bílnum sem kostar 113.905 dollara í Bandaríkjunum. Það er um 14 milljónir, svo bílar hersins koma út á ríflega 9 milljónir hver. Pöntunin er því uppá 38,5 milljarða króna. Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent
Það er engin smápöntun sem svissneski herinn lagði inn hjá Mercedes Benz verksmiðjunum um daginn, þ.e. á 4.189 stykkjum af nýjustu gerð hins sterkbyggða G-Class bíls, sem einmitt var fyrst framleiddur sem herbíll. Svissneski herinn ætlar að skipta út eldri gerð þessa bíls fyrir þá allra nýjustu. Þessir bílar virðast endast ótrúlega vel en þeim sem skipt verður út hafa þjónað hernum í tvo áratugi. Eldri gerðin, með framleiðslunúmerinu 461, er með 2,3 lítra dísilvél en sú nýja með 3,0 litra og 184 hestafla vél með forþjöppu tengda við 5 gíra skiptingu, ber framleiðslunúmerið 463. Herinn verður því snarari í snúningum fyrir vikið. Þessir bílar kosta skildinginn, eða um tvo þriðju af G-550 bílnum sem kostar 113.905 dollara í Bandaríkjunum. Það er um 14 milljónir, svo bílar hersins koma út á ríflega 9 milljónir hver. Pöntunin er því uppá 38,5 milljarða króna.
Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent