Tvö ár frá voðaverkunum í Útey Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2013 12:03 Anders Behring Breivik situr í fangelsi. Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum. 22. júlí 2011 er dagsetning sem aldrei verður afmáð úr norskri sögu. Atburðarrásin hófst með mikilli sprengingu við stjórnarbyggingar norsku ríkisstjórnarinnar, við bygginguna þar sem skrifstofur forsætisráðherra eru til húsa. Anders Behring Breivik hafði undirbúið hryðjuverk sitt vel og lengi. Hann ók bíl sem var hlaðinn heimatilbúinni sprengju upp að stjórnarbyggingunum og skömmu síðar sprakk sprengjan. Í fyrstu var ekki vitað um mannfall en ljóst að skemmdir á nálægum byggingum voru gífurlegar. Fljótlega kom í ljós að átta höfðu látið lífið í tilræðinu og fjöldi manns voru særðir. Í fyrstu voru alþjóðleg hryðjuverkasamtök grunuð um tilræðið en fljótlega kom annað í ljós. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Breivik, sem var klæddur eins og norskur sérsveitarmaður, hélt þegar af vettvangi glæpsins í Osló og ók að Útey, lítilli eyju í eigu norskra jafnaðarmanna, þar sem fram fór sumarmót ungra jafnaðarmanna. Hann fór yfir með ferju og sagðist vera sendur af lögreglunni vegna atburðanna í Osló til að gæta öryggis hundruð ungmenna sem þar voru. Fljótlega eftir komuna til eyjarinnar hóf hann kaldrifjuð og skipuleg morð sín. Hann fór inn í aðalhús eyjarinnar og gekk þar milli herbergja og skaut hvern þann sem varð á vegi hans. Síðan fór hann um eyjuna og hélt morðæði sínu áfram. Vitnisburður þeirra sem lifðu voðaverkin af sýnir að hann sýndi fólki enga miskun. Töluverður fjöldi ungmenna lagðist til sunds og reyndi að komast í land en Breivik skaut á þá sem voru í sjónum og sumir létu lífið á sundinu. Lögreglan var tiltölulega sein á vettvang og hefur verið viðurkennt að samskipti í stjórnstöð lögreglunnar voru ekki eins og þau hefðu átt að vera. Við rannsókn málsins kom í ljós að Breivik ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundland fyrrverandi forsætisráðherra sem var í Útey skömmu áður en hann kom þangað. Þá ætlaði hann reyndar líka að myrða Jens Stoltenber forsætisráðherra í sprengjutilræðinu í Osló og vonaðist til að fleiri ráðherrar jafnaðarmanna myndu falla. En rót glæpsins var hatur Breiviks á jafnaðarmönnum sem hann telur undirlátssama við fjölþjóðamenninguna. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum. 22. júlí 2011 er dagsetning sem aldrei verður afmáð úr norskri sögu. Atburðarrásin hófst með mikilli sprengingu við stjórnarbyggingar norsku ríkisstjórnarinnar, við bygginguna þar sem skrifstofur forsætisráðherra eru til húsa. Anders Behring Breivik hafði undirbúið hryðjuverk sitt vel og lengi. Hann ók bíl sem var hlaðinn heimatilbúinni sprengju upp að stjórnarbyggingunum og skömmu síðar sprakk sprengjan. Í fyrstu var ekki vitað um mannfall en ljóst að skemmdir á nálægum byggingum voru gífurlegar. Fljótlega kom í ljós að átta höfðu látið lífið í tilræðinu og fjöldi manns voru særðir. Í fyrstu voru alþjóðleg hryðjuverkasamtök grunuð um tilræðið en fljótlega kom annað í ljós. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Breivik, sem var klæddur eins og norskur sérsveitarmaður, hélt þegar af vettvangi glæpsins í Osló og ók að Útey, lítilli eyju í eigu norskra jafnaðarmanna, þar sem fram fór sumarmót ungra jafnaðarmanna. Hann fór yfir með ferju og sagðist vera sendur af lögreglunni vegna atburðanna í Osló til að gæta öryggis hundruð ungmenna sem þar voru. Fljótlega eftir komuna til eyjarinnar hóf hann kaldrifjuð og skipuleg morð sín. Hann fór inn í aðalhús eyjarinnar og gekk þar milli herbergja og skaut hvern þann sem varð á vegi hans. Síðan fór hann um eyjuna og hélt morðæði sínu áfram. Vitnisburður þeirra sem lifðu voðaverkin af sýnir að hann sýndi fólki enga miskun. Töluverður fjöldi ungmenna lagðist til sunds og reyndi að komast í land en Breivik skaut á þá sem voru í sjónum og sumir létu lífið á sundinu. Lögreglan var tiltölulega sein á vettvang og hefur verið viðurkennt að samskipti í stjórnstöð lögreglunnar voru ekki eins og þau hefðu átt að vera. Við rannsókn málsins kom í ljós að Breivik ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundland fyrrverandi forsætisráðherra sem var í Útey skömmu áður en hann kom þangað. Þá ætlaði hann reyndar líka að myrða Jens Stoltenber forsætisráðherra í sprengjutilræðinu í Osló og vonaðist til að fleiri ráðherrar jafnaðarmanna myndu falla. En rót glæpsins var hatur Breiviks á jafnaðarmönnum sem hann telur undirlátssama við fjölþjóðamenninguna.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira