Haukar komust á topp 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld eftir að liðið bar sigur úr býtum gegn Selfyssingum 2-1.
Öll mörk leiksins komu á fyrstu tíu mínútunum.
Víkingum mistókst að halda í toppsætið en liðið tapaði fyrir Fjölni, 2-0, í Fossvoginum í kvöld en Aron Sigurðarson gerði bæði mörk gestanna í leiknum.
Leiknir vann auðveldan sigur á botnliði Völsungs 3-0 í Breiðholtinu.
Úrslit kvöldsinsKA - KF 1-1
0-1 Jón Björgvin Kristjánsson (82.), 1-1 Brian Gilmour (89.).
Haukar - Selfoss 2-1
1-0 Hilmar Rafn Emilsson (4.), 2-0 Aron Jóhannsson (7.), 1-2 Ingi Rafn Ingibergsson (10.).
Leiknir - Völsungur 3-0
1-0 Hilmar Árni Halldórsson (10.), 2-0 Hilmar Árni Halldórsson (84.), 3-0 Ólafur Hrannar Kristjánsson (86.).
Víkingur R. - Fjölnir 0-2
0-1 Aron Sigurðarson (7.), 0-2 Aron Sigurðarson (56.).
