Yfirlýsing frá KSÍ: Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2013 13:36 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Anton Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að Aron hafi ekki svarað kalli A-landsliðsþjálfara Íslands síðasta árið á sama tíma og fréttist af áhuga landsliðsþjálfara Bandaríkjanna á honum. Tengsl Arons við knattspyrnu vestanhafs eru sögð engin. „Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands," segir í yfirlýsingunni þar sem Aron er beðinn um að endurskoða ákvörðun sína.„Það er einfaldlega þannig að landsliðsmenn Íslands leika fyrir land og þjóð og hljóta fyrir heiður og sæmd." KSÍ hefur óskað eftir því að Aron spili með íslenska landsliðinu æfingaleik gegn Færeyingum þann 14. ágúst næstkomandi. Sama dag mætast Bandaríkin og Bosnía í æfingaleik í Sarajevó. Yfirlýsingin var send á fjölmiðla fyrir stundu og má sjá í heild sinni hér að neðan:Aron Jóhannsson er Íslendingur fæddur í Bandaríkjunum 1990 hvar hann bjó fyrstu ár ævinnar. Foreldrar Arons eru Íslendingar. Aron fékk knattspyrnlegt uppeldi innan vébanda KSÍ hjá Fjölni upp alla yngri flokki (með stuttri dvöl hjá Breiðabliki) og lék síðan í meistaraflokki Fjölnis þar til hann gekk til liðs við AGF í Danmörku 1. september 2010. Aron Jóhannsson lék 10 landsleiki með U21-liði Íslands 2011 og 2012. Af þessum 10 leikjum voru 8 í Evrópukeppni landsliða og var Aron í byrjunarliði Íslands í þeim öllum. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) heimilar leikmönnum að sækja einu sinni um að skipta um landslið uppfylli þeir tiltekin skilyrði jafnvel þó þeir hafi leikið með yngri landsliðum svo fremi sem þeir hafi ekki tekið þátt í opinberum leik með A-landsliðinu. Eitt þeirra skilyrði sem heimilar leikmönnum skipti er að þeir hafi verið fæddir í landinu sem þeir óska eftir að leika fyrir. Aron hefur síðasta árið ekki getað svarað kalli A-landsliðsþjálfara KSÍ vegna meiðsla en á sama tíma bárust fregnir um að landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hefði áhuga á leikmanninum. Tengsl Arons við knattspyrnu í Bandaríkjunum eru engin. Í gær birtist yfirlýsing frá Aron þess efnis að leikmaðurinn kjósi að leika fyrir A-landslið Bandaríkjanna. Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands. Það er einfaldlega þannig að landsliðsmenn Íslands leika fyrir land og þjóð og hljóta fyrir heiður og sæmd. Það er eindregin ósk KSÍ að Aron snúi baki við hugmyndum sínum um að skipta um landslið. Aron er Íslendingur í húð og hár sem við þörfnumst í harðri keppni á alþjóðavettvangi. Aron hefur þegar leikið 10 U21-landsleiki fyrir Ísland og þar á framtíð hans að vera. Vonandi mun almenningur og fjölmiðlar bregast við og skora á Aron að halda áfram að leika fyrir Ísland. KSÍ hefur þegar óskað eftir þátttöku Arons í næsta A-landsleik Íslands gegn Færeyjum 14. ágúst nk. Það eru engin rök fyrir því að Aron afsali sér íslensku ríkisfangi sínu í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron valdi bandaríska landsliðið Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. 29. júlí 2013 10:57 Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19 Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00 Klinsmann búinn að ræða við Aron? Þýska blaðið Kicker hefur heimildir fyrir því að Jürgen Klinsmann sé byrjaður að ræða við þá leikmenn sem hann hyggt nota í æfingaleik gegn Bosníu Hersegóvínu í Sarajevó þann 14. ágúst. 29. júlí 2013 15:45 Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að Aron hafi ekki svarað kalli A-landsliðsþjálfara Íslands síðasta árið á sama tíma og fréttist af áhuga landsliðsþjálfara Bandaríkjanna á honum. Tengsl Arons við knattspyrnu vestanhafs eru sögð engin. „Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands," segir í yfirlýsingunni þar sem Aron er beðinn um að endurskoða ákvörðun sína.„Það er einfaldlega þannig að landsliðsmenn Íslands leika fyrir land og þjóð og hljóta fyrir heiður og sæmd." KSÍ hefur óskað eftir því að Aron spili með íslenska landsliðinu æfingaleik gegn Færeyingum þann 14. ágúst næstkomandi. Sama dag mætast Bandaríkin og Bosnía í æfingaleik í Sarajevó. Yfirlýsingin var send á fjölmiðla fyrir stundu og má sjá í heild sinni hér að neðan:Aron Jóhannsson er Íslendingur fæddur í Bandaríkjunum 1990 hvar hann bjó fyrstu ár ævinnar. Foreldrar Arons eru Íslendingar. Aron fékk knattspyrnlegt uppeldi innan vébanda KSÍ hjá Fjölni upp alla yngri flokki (með stuttri dvöl hjá Breiðabliki) og lék síðan í meistaraflokki Fjölnis þar til hann gekk til liðs við AGF í Danmörku 1. september 2010. Aron Jóhannsson lék 10 landsleiki með U21-liði Íslands 2011 og 2012. Af þessum 10 leikjum voru 8 í Evrópukeppni landsliða og var Aron í byrjunarliði Íslands í þeim öllum. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) heimilar leikmönnum að sækja einu sinni um að skipta um landslið uppfylli þeir tiltekin skilyrði jafnvel þó þeir hafi leikið með yngri landsliðum svo fremi sem þeir hafi ekki tekið þátt í opinberum leik með A-landsliðinu. Eitt þeirra skilyrði sem heimilar leikmönnum skipti er að þeir hafi verið fæddir í landinu sem þeir óska eftir að leika fyrir. Aron hefur síðasta árið ekki getað svarað kalli A-landsliðsþjálfara KSÍ vegna meiðsla en á sama tíma bárust fregnir um að landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hefði áhuga á leikmanninum. Tengsl Arons við knattspyrnu í Bandaríkjunum eru engin. Í gær birtist yfirlýsing frá Aron þess efnis að leikmaðurinn kjósi að leika fyrir A-landslið Bandaríkjanna. Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands. Það er einfaldlega þannig að landsliðsmenn Íslands leika fyrir land og þjóð og hljóta fyrir heiður og sæmd. Það er eindregin ósk KSÍ að Aron snúi baki við hugmyndum sínum um að skipta um landslið. Aron er Íslendingur í húð og hár sem við þörfnumst í harðri keppni á alþjóðavettvangi. Aron hefur þegar leikið 10 U21-landsleiki fyrir Ísland og þar á framtíð hans að vera. Vonandi mun almenningur og fjölmiðlar bregast við og skora á Aron að halda áfram að leika fyrir Ísland. KSÍ hefur þegar óskað eftir þátttöku Arons í næsta A-landsleik Íslands gegn Færeyjum 14. ágúst nk. Það eru engin rök fyrir því að Aron afsali sér íslensku ríkisfangi sínu í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron valdi bandaríska landsliðið Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. 29. júlí 2013 10:57 Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19 Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00 Klinsmann búinn að ræða við Aron? Þýska blaðið Kicker hefur heimildir fyrir því að Jürgen Klinsmann sé byrjaður að ræða við þá leikmenn sem hann hyggt nota í æfingaleik gegn Bosníu Hersegóvínu í Sarajevó þann 14. ágúst. 29. júlí 2013 15:45 Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Aron valdi bandaríska landsliðið Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. 29. júlí 2013 10:57
Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19
Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00
Klinsmann búinn að ræða við Aron? Þýska blaðið Kicker hefur heimildir fyrir því að Jürgen Klinsmann sé byrjaður að ræða við þá leikmenn sem hann hyggt nota í æfingaleik gegn Bosníu Hersegóvínu í Sarajevó þann 14. ágúst. 29. júlí 2013 15:45
Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27