Haglél skemmdi þúsundir Volkswagen bíla Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2013 11:15 Haglélin voru ekki af minni gerðinni Mörg þúsund glænýir Volkswagen bílar skemmdust í miklu hagléli sem gekk yfir höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í síðustu viku. Líklega eru 10.000 bílar skemmdir og er tryggingafélag bílaframleiðandans að meta skemmdirnar. Þessar skemmdir munu hafa áhrif á afhendingu bíla frá Volkswagen í Evrópu. Hver bíll þarf að fara í gegnum nákvæma skoðun áður en þeir fara á markað og hætt við að gera verði við þá flesta. Væntanlegir kaupendur bílanna standa frammi fyrir tveimur kostum. Annarsvegar að kaupa bílana viðgerða á afsláttarkjörum eða bíða eftir framleiðslu á nýjum bíl. Þetta haglél er ekki það stærsta sem Volkswagen hefur þurft að glíma við hvað varðar fjölda skemmdra bíla en árið 2008 skemmdust 30.000 bílar af völdum hagléls við verksmiðju Volkswagen í Hamden. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Mörg þúsund glænýir Volkswagen bílar skemmdust í miklu hagléli sem gekk yfir höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í síðustu viku. Líklega eru 10.000 bílar skemmdir og er tryggingafélag bílaframleiðandans að meta skemmdirnar. Þessar skemmdir munu hafa áhrif á afhendingu bíla frá Volkswagen í Evrópu. Hver bíll þarf að fara í gegnum nákvæma skoðun áður en þeir fara á markað og hætt við að gera verði við þá flesta. Væntanlegir kaupendur bílanna standa frammi fyrir tveimur kostum. Annarsvegar að kaupa bílana viðgerða á afsláttarkjörum eða bíða eftir framleiðslu á nýjum bíl. Þetta haglél er ekki það stærsta sem Volkswagen hefur þurft að glíma við hvað varðar fjölda skemmdra bíla en árið 2008 skemmdust 30.000 bílar af völdum hagléls við verksmiðju Volkswagen í Hamden.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent