Unnu 17,6 milljarða og keyptu sér notaðan bíl Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2013 12:30 Hjónin heppnu Í vikunni unnu þessi hjón í Minnesota 17,6 milljarða króna í lotteríi. Þrátt fyrir það eru þau greinilega ekki að missa sig í eyðsluseminni og þeirra fyrstu kaup voru notaður bíll af gerðinni Acura NSX. Hann kostaði þau hjónin 30.000 dollara, eða þrjár og hálfa milljón króna. Er það einn fimmþúsundasti af verðlaunaupphæðinni, svo nóg er eftir. Smekkur hjónanna verður samt að teljast góður því þessi bíll þykir afar góður akstursbíll og er sportbíll af fallegri gerðinni. Acura er lúxusbílamerki Honda og markaðssett aðeins í Bandaríkjunum og Kanada. Flestir þeir sem vinna svona upphæðir kaupa sér frekar glænýja Rolls Royce eða Lamborghini, svo þessi kaup þeirra verða að teljast óvenjuleg og hógvær. Acura NSX bíllinn var framleiddur á árunum 1990 til 2005 og hefur hann því ekki verið framleiddur síðastliðin 8 ár. Honda ætlar að koma fram með nýjan Acura NSX árið 2015 og þá er spurning hvort hjónin leggi bara ekki strax inn pöntun fyrir einum slíkum. Acura NSX er laglegur sportbíll Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Innlent
Í vikunni unnu þessi hjón í Minnesota 17,6 milljarða króna í lotteríi. Þrátt fyrir það eru þau greinilega ekki að missa sig í eyðsluseminni og þeirra fyrstu kaup voru notaður bíll af gerðinni Acura NSX. Hann kostaði þau hjónin 30.000 dollara, eða þrjár og hálfa milljón króna. Er það einn fimmþúsundasti af verðlaunaupphæðinni, svo nóg er eftir. Smekkur hjónanna verður samt að teljast góður því þessi bíll þykir afar góður akstursbíll og er sportbíll af fallegri gerðinni. Acura er lúxusbílamerki Honda og markaðssett aðeins í Bandaríkjunum og Kanada. Flestir þeir sem vinna svona upphæðir kaupa sér frekar glænýja Rolls Royce eða Lamborghini, svo þessi kaup þeirra verða að teljast óvenjuleg og hógvær. Acura NSX bíllinn var framleiddur á árunum 1990 til 2005 og hefur hann því ekki verið framleiddur síðastliðin 8 ár. Honda ætlar að koma fram með nýjan Acura NSX árið 2015 og þá er spurning hvort hjónin leggi bara ekki strax inn pöntun fyrir einum slíkum. Acura NSX er laglegur sportbíll
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent