Málmhaus heimsfrumsýnd á Toronto-kvikmyndahátíðinni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. ágúst 2013 11:20 Ragnar fylgir myndinni til Toronto. samsett mynd Málmhaus, kvikmynd Ragnars Bragasonar, hefur verið valin inn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum og um er að ræða heimsfrumsýningu. Ragnar segir það mikinn heiður að fá að frumsýna á hátíðinni, en hann verður viðstaddur frumsýninguna ásamt framleiðendunum Árni Filippussyni, Davíð Óskari Ólafssyni og aðalleikkonunni Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.“ Fulltrúi frá hátíðinni kom hingað til lands og fékk að sjá óklárað eintak af myndinni. „Hann horfði á myndina frekar grófa. Það var búið að klippa en allt útlit og hljóð á grunnstigum, en hann virðist hafa séð í gegnum það. En myndin er tilbúin núna og bíður frumsýningar.“ Málmhaus er frumsýnd 11. október í Háskólabíó og Smárabíó, en hún segir frá ungri stúlku sem leitar í þungarokk til að takast á við fjölskylduharmleik. „Þetta er lítil fjölskyldusaga úr íslenskri sveit á 9. og 10. áratug síðustu aldar og segir frá fjölskyldu sem býr á kúabúi og þarf að eiga við fjölskylduharmleik, og hvernig dóttirin höndlar hann með því að leita í þungarokk. Hana dreymir um að vera þungarokksstjarna og spilar tónlist foreldrum sínum og sveitungum til meiri ama en skemmtunar.“Megadeth og Geirmundur í bland Ragnar segir mikið af erlendu þungarokki í myndinni frá þessum árum. „Það er mikið af gamalli klassík sem fólk kannast við sem hlustaði á þessa tónlist. Hljómsveitir eins og Judas Priest og Megadeth og fleira. En við erum líka með íslensku sveitastemninguna á móti. Geirmund Valtýs og svona. Það eru kontrastar í þessu.“ Að sögn Ragnars var bæði langt og flókið ferli að fá réttinn til að nota erlendu tónlistina og tók það um eitt og hálft ár að ganga frá réttindum áður en farið var í tökur. „Þetta liggur nú yfirleitt ekki á sömu hendi, flutnings- og upptökuréttur, þannig að þetta fór langa leið í gegnum plötufyrirtæki og réttindaskrifstofur erlendis. Og það kostar alveg skilding, en við náðum að sannfæra fólk um að við værum á litlu málsvæði og myndin væri lítil og sjálfstæð þannig að við vorum kannski ekki alveg rukkuð um Hollywood-prísa.“ Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Málmhaus, kvikmynd Ragnars Bragasonar, hefur verið valin inn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum og um er að ræða heimsfrumsýningu. Ragnar segir það mikinn heiður að fá að frumsýna á hátíðinni, en hann verður viðstaddur frumsýninguna ásamt framleiðendunum Árni Filippussyni, Davíð Óskari Ólafssyni og aðalleikkonunni Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.“ Fulltrúi frá hátíðinni kom hingað til lands og fékk að sjá óklárað eintak af myndinni. „Hann horfði á myndina frekar grófa. Það var búið að klippa en allt útlit og hljóð á grunnstigum, en hann virðist hafa séð í gegnum það. En myndin er tilbúin núna og bíður frumsýningar.“ Málmhaus er frumsýnd 11. október í Háskólabíó og Smárabíó, en hún segir frá ungri stúlku sem leitar í þungarokk til að takast á við fjölskylduharmleik. „Þetta er lítil fjölskyldusaga úr íslenskri sveit á 9. og 10. áratug síðustu aldar og segir frá fjölskyldu sem býr á kúabúi og þarf að eiga við fjölskylduharmleik, og hvernig dóttirin höndlar hann með því að leita í þungarokk. Hana dreymir um að vera þungarokksstjarna og spilar tónlist foreldrum sínum og sveitungum til meiri ama en skemmtunar.“Megadeth og Geirmundur í bland Ragnar segir mikið af erlendu þungarokki í myndinni frá þessum árum. „Það er mikið af gamalli klassík sem fólk kannast við sem hlustaði á þessa tónlist. Hljómsveitir eins og Judas Priest og Megadeth og fleira. En við erum líka með íslensku sveitastemninguna á móti. Geirmund Valtýs og svona. Það eru kontrastar í þessu.“ Að sögn Ragnars var bæði langt og flókið ferli að fá réttinn til að nota erlendu tónlistina og tók það um eitt og hálft ár að ganga frá réttindum áður en farið var í tökur. „Þetta liggur nú yfirleitt ekki á sömu hendi, flutnings- og upptökuréttur, þannig að þetta fór langa leið í gegnum plötufyrirtæki og réttindaskrifstofur erlendis. Og það kostar alveg skilding, en við náðum að sannfæra fólk um að við værum á litlu málsvæði og myndin væri lítil og sjálfstæð þannig að við vorum kannski ekki alveg rukkuð um Hollywood-prísa.“
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira