Topplið KV í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu mun leika í bleikum búningum í heimaleik liðsins gegn Hetti á laugardaginn.
Með þessu vilja Vesturbæingar sýna samkynhneigðum samstöðu í mannréttindabaráttu sinni, en gleðigangan hefst á sama tíma og flautað verður til leiks.
Varabúningar KV eru bleikir en í tilefni dagsins verður sá svarti og hvíti hvíldur.
