Sport

Myndaveisla frá keppni í fimmgangi á HM í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimsmeistarinn Magnús Skúlason var kátur með sýninguna
Heimsmeistarinn Magnús Skúlason var kátur með sýninguna Mynd/Rut Sigurðardóttir
Forkeppnin í fimmgangi fór fram á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín í dag og íslensku knaparnir stóðu sig mjög vel. Ísland á þrjá knapa í A-úrslitum og sjá fjórði, Heimsmeistarinn Magnús Skúlason, keppir fyrir Svía.

Magnús Skúlason og Hraunar frá Efri-Rauðalæk urðu langefstir með 7,97 í einkunn og það verður erfitt að halda þeim frá öðrum heimsmeistaratitli.

Jakob Svavar Sigurðsson á Al frá Lundum II og Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi urðu jafnir í öðru sæti með einkunnina 7,33.

Rut Sigurðardóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis á mótinu, var á leikvanginum í Berlín í dag og náði þessum skemmtilegum myndum sem má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×