Fry líkir Pútín við Hitler Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2013 23:15 Stephen Fry. Nordicphotos/AFP Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. Skoðun sína byggir Fry á nýjum lögum í Rússlandi sem takmarka réttindi samkynhneigðra. Líkir hann ákvörðuninni að halda leikana í Rússlandi við þá að hafa Ólympíuleika í Berlín árið 1936 þegar nasistar réðu þar völdum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Fry hefur birt og er stílað á Alþjóðaólympíunefndina og David Cameron, forsætisráðherra Breta. Bréfið birti Fry á heimasíðu sinni og hefur dreift meðal annars á Twitter þar sem tvær milljónir manna fylgjast með skoðunum hans. „Vladimir Pútín er að gera samkynhneigða að sökudólgum líkt og Hitler gerði við gyðingana," skrifar Fry. Fry, sem er samkynhneigður, er afar harðorður í garð nýrra laga í Rússlandi. „Pútín er að endurtaka glæpinn. Aðeins núna beinist hann gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki í Rússlandi," skrifar Fry. Vetrarólympíuleikarnir eiga að fara fram í Sochi í febrúar. Fry segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir að leikarnir fari fram í Rússlandi. „Haldið þá hvar sem er annars staðar, Utah, Lillehammer eða hvar sem er. Hvað sem það kostar. Það má ekki líta þannig út að Pútín hafi samþykki heimsins." Nýju lögin, sem nýlega voru samþykkt, eiga að koma í veg fyrir hvers kyns samkomur til stuðnings óhefðbundinni kynhneigð. Háar sektir bíða þeirra sem reyna að mæla með samkynhneigð fyrir fólk yngra en átján ára. Íþróttir Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. Skoðun sína byggir Fry á nýjum lögum í Rússlandi sem takmarka réttindi samkynhneigðra. Líkir hann ákvörðuninni að halda leikana í Rússlandi við þá að hafa Ólympíuleika í Berlín árið 1936 þegar nasistar réðu þar völdum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Fry hefur birt og er stílað á Alþjóðaólympíunefndina og David Cameron, forsætisráðherra Breta. Bréfið birti Fry á heimasíðu sinni og hefur dreift meðal annars á Twitter þar sem tvær milljónir manna fylgjast með skoðunum hans. „Vladimir Pútín er að gera samkynhneigða að sökudólgum líkt og Hitler gerði við gyðingana," skrifar Fry. Fry, sem er samkynhneigður, er afar harðorður í garð nýrra laga í Rússlandi. „Pútín er að endurtaka glæpinn. Aðeins núna beinist hann gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki í Rússlandi," skrifar Fry. Vetrarólympíuleikarnir eiga að fara fram í Sochi í febrúar. Fry segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir að leikarnir fari fram í Rússlandi. „Haldið þá hvar sem er annars staðar, Utah, Lillehammer eða hvar sem er. Hvað sem það kostar. Það má ekki líta þannig út að Pútín hafi samþykki heimsins." Nýju lögin, sem nýlega voru samþykkt, eiga að koma í veg fyrir hvers kyns samkomur til stuðnings óhefðbundinni kynhneigð. Háar sektir bíða þeirra sem reyna að mæla með samkynhneigð fyrir fólk yngra en átján ára.
Íþróttir Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn