Vilja banna hefðbundna bíla árið 2040 Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2013 13:05 Hætt yrði við breyttri sýn á breskum þjóðvegum gangi tillögurnar eftir. Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hafa sett fram frumvarp þess efnis að hefðbundnir bílar sem brenna bensíni og dísilolíu verði bannað að aka á breskum vegum frá og með árinu 2040. Er þessi tillaga liður í draumsýninni „Zero Carbon Country“, en í henni felst að í Bretlandi verði koldíoxíðmengun svo til engin í landinu. Í áformum flokksins yrði þó áfram leyfilegt að nota bíla með ofurlítilli koldísoxíðmengun, lítið mengandi tvinnbílum og rafmagnsbílum. Flutningabílar mættu þó áfram brenna bensíni eða dísilolíu. Langur vegur er frá því að þessar tillögur geti orðið að lögum og er hún aðallega sett fram til samþykktar innan flokksins sjálfs og til þess gerð að kjósendur viti fyrir hvað flokkurinn stendur. Kosið verður um þessa tillögu á flokksþingi Frjálsra demókrata í Bretlandi sem haldið verður fljótlega í Glasgow. Hætt er við því að þessi tillaga flokksins verði heilmikið aðhlátursefni annarra flokka í landinu. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent
Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hafa sett fram frumvarp þess efnis að hefðbundnir bílar sem brenna bensíni og dísilolíu verði bannað að aka á breskum vegum frá og með árinu 2040. Er þessi tillaga liður í draumsýninni „Zero Carbon Country“, en í henni felst að í Bretlandi verði koldíoxíðmengun svo til engin í landinu. Í áformum flokksins yrði þó áfram leyfilegt að nota bíla með ofurlítilli koldísoxíðmengun, lítið mengandi tvinnbílum og rafmagnsbílum. Flutningabílar mættu þó áfram brenna bensíni eða dísilolíu. Langur vegur er frá því að þessar tillögur geti orðið að lögum og er hún aðallega sett fram til samþykktar innan flokksins sjálfs og til þess gerð að kjósendur viti fyrir hvað flokkurinn stendur. Kosið verður um þessa tillögu á flokksþingi Frjálsra demókrata í Bretlandi sem haldið verður fljótlega í Glasgow. Hætt er við því að þessi tillaga flokksins verði heilmikið aðhlátursefni annarra flokka í landinu.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent