Vilja banna hefðbundna bíla árið 2040 Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2013 13:05 Hætt yrði við breyttri sýn á breskum þjóðvegum gangi tillögurnar eftir. Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hafa sett fram frumvarp þess efnis að hefðbundnir bílar sem brenna bensíni og dísilolíu verði bannað að aka á breskum vegum frá og með árinu 2040. Er þessi tillaga liður í draumsýninni „Zero Carbon Country“, en í henni felst að í Bretlandi verði koldíoxíðmengun svo til engin í landinu. Í áformum flokksins yrði þó áfram leyfilegt að nota bíla með ofurlítilli koldísoxíðmengun, lítið mengandi tvinnbílum og rafmagnsbílum. Flutningabílar mættu þó áfram brenna bensíni eða dísilolíu. Langur vegur er frá því að þessar tillögur geti orðið að lögum og er hún aðallega sett fram til samþykktar innan flokksins sjálfs og til þess gerð að kjósendur viti fyrir hvað flokkurinn stendur. Kosið verður um þessa tillögu á flokksþingi Frjálsra demókrata í Bretlandi sem haldið verður fljótlega í Glasgow. Hætt er við því að þessi tillaga flokksins verði heilmikið aðhlátursefni annarra flokka í landinu. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent
Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hafa sett fram frumvarp þess efnis að hefðbundnir bílar sem brenna bensíni og dísilolíu verði bannað að aka á breskum vegum frá og með árinu 2040. Er þessi tillaga liður í draumsýninni „Zero Carbon Country“, en í henni felst að í Bretlandi verði koldíoxíðmengun svo til engin í landinu. Í áformum flokksins yrði þó áfram leyfilegt að nota bíla með ofurlítilli koldísoxíðmengun, lítið mengandi tvinnbílum og rafmagnsbílum. Flutningabílar mættu þó áfram brenna bensíni eða dísilolíu. Langur vegur er frá því að þessar tillögur geti orðið að lögum og er hún aðallega sett fram til samþykktar innan flokksins sjálfs og til þess gerð að kjósendur viti fyrir hvað flokkurinn stendur. Kosið verður um þessa tillögu á flokksþingi Frjálsra demókrata í Bretlandi sem haldið verður fljótlega í Glasgow. Hætt er við því að þessi tillaga flokksins verði heilmikið aðhlátursefni annarra flokka í landinu.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent