Vilja banna hefðbundna bíla árið 2040 Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2013 13:05 Hætt yrði við breyttri sýn á breskum þjóðvegum gangi tillögurnar eftir. Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hafa sett fram frumvarp þess efnis að hefðbundnir bílar sem brenna bensíni og dísilolíu verði bannað að aka á breskum vegum frá og með árinu 2040. Er þessi tillaga liður í draumsýninni „Zero Carbon Country“, en í henni felst að í Bretlandi verði koldíoxíðmengun svo til engin í landinu. Í áformum flokksins yrði þó áfram leyfilegt að nota bíla með ofurlítilli koldísoxíðmengun, lítið mengandi tvinnbílum og rafmagnsbílum. Flutningabílar mættu þó áfram brenna bensíni eða dísilolíu. Langur vegur er frá því að þessar tillögur geti orðið að lögum og er hún aðallega sett fram til samþykktar innan flokksins sjálfs og til þess gerð að kjósendur viti fyrir hvað flokkurinn stendur. Kosið verður um þessa tillögu á flokksþingi Frjálsra demókrata í Bretlandi sem haldið verður fljótlega í Glasgow. Hætt er við því að þessi tillaga flokksins verði heilmikið aðhlátursefni annarra flokka í landinu. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent
Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hafa sett fram frumvarp þess efnis að hefðbundnir bílar sem brenna bensíni og dísilolíu verði bannað að aka á breskum vegum frá og með árinu 2040. Er þessi tillaga liður í draumsýninni „Zero Carbon Country“, en í henni felst að í Bretlandi verði koldíoxíðmengun svo til engin í landinu. Í áformum flokksins yrði þó áfram leyfilegt að nota bíla með ofurlítilli koldísoxíðmengun, lítið mengandi tvinnbílum og rafmagnsbílum. Flutningabílar mættu þó áfram brenna bensíni eða dísilolíu. Langur vegur er frá því að þessar tillögur geti orðið að lögum og er hún aðallega sett fram til samþykktar innan flokksins sjálfs og til þess gerð að kjósendur viti fyrir hvað flokkurinn stendur. Kosið verður um þessa tillögu á flokksþingi Frjálsra demókrata í Bretlandi sem haldið verður fljótlega í Glasgow. Hætt er við því að þessi tillaga flokksins verði heilmikið aðhlátursefni annarra flokka í landinu.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent