Fórnarlamba flugslyssins minnst Jakob Bjarnar skrifar 7. ágúst 2013 10:31 Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður fórust í flugslysinu. Þeirra verður minnst í kvöld í Glerárkirkju. Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag, verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Flak vélarinnar verður flutt til Reykjavíkur í dag til nánari rannsóknar og hefur framleiðandi vélarinnar lýst áhuga á að fá að skoða flakið. Að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri er rannsóknin enn á frumstigi og engin augljós vísbending er um hvað fór úrskeiðis. Hann telur að rannóknin geti tekið vikur og jafnvel mánuði. Engin flugriti er í vélinni, þar sem ekki eru gerðar kröfur um það í vélum sem þessum, en nú er verið að ræða við vitni að slysinu og fara yfir öll gögn um vélina. Framleiðandinn, Beechcraft, hefur lýst áhuga á að fylgjast með rannsókninni og fá að skoða flakið. Það verður væntanlega vistað í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem Mýflug sendi frá sér nú fyrir stundu kemur fram að þeir sem fórust í slysinu voru þeir Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður. Þá segir að flugmaðurinn sem lifði verði ekki nafngreindur af félaginu. Þar segir jafnframt að vettvangsrannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa sé um það bil lokið og við taki vinna við að skýra út hvað gerðist og hvernig megi koma í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. „Við viljum þakka þá hófsemi og virðingu sem sýnd hefur verið í umfjöllun og umræðum um slysið. Við þökkum þá hjálp, hlýju og fjölmörgu kveðjur sem okkur hafa borist. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Reglulegar tilkynningar hætta nú að berast. Málið er komið á þann stað að lítið verður af því að segja um hríð. Ég vil þakka ykkur fjölmiðlamönnum sérstaklega vandaðan fréttaflutning. Af því er sómi,“ segir í tilkynningu sem Sigurður Bjarni Jónsson flugöryggisfulltrúi Mýflugs ritar. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag, verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Flak vélarinnar verður flutt til Reykjavíkur í dag til nánari rannsóknar og hefur framleiðandi vélarinnar lýst áhuga á að fá að skoða flakið. Að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri er rannsóknin enn á frumstigi og engin augljós vísbending er um hvað fór úrskeiðis. Hann telur að rannóknin geti tekið vikur og jafnvel mánuði. Engin flugriti er í vélinni, þar sem ekki eru gerðar kröfur um það í vélum sem þessum, en nú er verið að ræða við vitni að slysinu og fara yfir öll gögn um vélina. Framleiðandinn, Beechcraft, hefur lýst áhuga á að fylgjast með rannsókninni og fá að skoða flakið. Það verður væntanlega vistað í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem Mýflug sendi frá sér nú fyrir stundu kemur fram að þeir sem fórust í slysinu voru þeir Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður. Þá segir að flugmaðurinn sem lifði verði ekki nafngreindur af félaginu. Þar segir jafnframt að vettvangsrannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa sé um það bil lokið og við taki vinna við að skýra út hvað gerðist og hvernig megi koma í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. „Við viljum þakka þá hófsemi og virðingu sem sýnd hefur verið í umfjöllun og umræðum um slysið. Við þökkum þá hjálp, hlýju og fjölmörgu kveðjur sem okkur hafa borist. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Reglulegar tilkynningar hætta nú að berast. Málið er komið á þann stað að lítið verður af því að segja um hríð. Ég vil þakka ykkur fjölmiðlamönnum sérstaklega vandaðan fréttaflutning. Af því er sómi,“ segir í tilkynningu sem Sigurður Bjarni Jónsson flugöryggisfulltrúi Mýflugs ritar.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira