„Það stóð allt í ljósum logum“ Pétur Guðjónsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. ágúst 2013 19:13 MYND/DANÍEL Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli þar sem sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti í gær er að mestu lokið. Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. Mennirnir tveir hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Páll var 46 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var 35 ára. Hann var ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Rannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er á frumstigi og eru tildrög slyssins enn óljós. Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Akureyri lauk í dag. Brak flugvélarinnar verður fjarlægt á næstu dögum en skýrslutökur standa enn yfir. Flugvélin var á vegum Mýflugs en hún brotlenti á öðrum tímanum í gær með þrjá um borð. Líðan þriðja mannsins þykir góð miðað við það sem á gekk. Vinir og ættingjar heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, segir atburði síðasta sólarhrings hafa fengið mjög á starfsfólk félagsins. „Dagurinn í dag hefur farið í að halda utanum okkar hóp. Við hittum einnig samstarfsfólk okkar hjá Slökkvilið Akureyrar og þar gátu menn talað saman. Þar kom ánægjulegur og eindregin samhugur manna um að láta þennan skelfilega atburð ekki skyggja á það starf sem unnið hefur verið í að byggja upp sjúkraflug á Akureyri,“ segir Sigurður Bjarni. „Ég er bara virkilega þakklátur fyrir þetta lið sem hér er til staðar.“Axel Daði ÞórhallssonFlugvélin hafnaði á akstursíþróttabraut í Hlíðarfjalli. Fjöldi fólks var þar samankominn til að fylgjast með kvartmílu og það þykir með ólíkindum brak úr vélinni hafi ekki hafnað á áhorfendum. Axel Daði Þórhallsson var að keppa í spyrnu þegar flugvélin hrapaði. „Ég var nýbúinn að standa upp úr bílnum mínum og stóð við hliðina á ungum dreng. Saman horfum við á flugvélina reka vinstri vænginn niður í malbikið, hann rifnar af og flugvélin sprakk,“ segir Axel Daði. „Það stóð allt í ljósum logum.“ „Þetta var óraunverulegt. Þú horfir á flugvél koma þarna niður og tætast í sundur. Maður frýs, ég gat ekki hreyft mig. Það var ekki fyrr en hitinn frá sprengingunni skall á mér sem ég hljóp. Þá reif ég drenginn sem stóð hjá mér og hljóp með hann í burtu.“ „Ég hefði ekki viljað standa nær þessu. Sem betur fer slasaðist enginn á jörðu niðri og það er í sjálfu sér kraftaverk. Þarna rigndi niður braki, stélið endaði í pyttinum. Við erum fegnir að það voru ekki fleiri í keppninni, þá hefði pytturinn verið fullur af fólki.“Sp.blm. Hvernig líður þér í dag? „Maður er tómur,“ segir Axel Daði. „Þetta er rosalega skrýtin tilfinning. Manni datt ekki í hug að maður yrði vitni að slíku.“ Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli þar sem sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti í gær er að mestu lokið. Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. Mennirnir tveir hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Páll var 46 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var 35 ára. Hann var ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Rannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er á frumstigi og eru tildrög slyssins enn óljós. Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Akureyri lauk í dag. Brak flugvélarinnar verður fjarlægt á næstu dögum en skýrslutökur standa enn yfir. Flugvélin var á vegum Mýflugs en hún brotlenti á öðrum tímanum í gær með þrjá um borð. Líðan þriðja mannsins þykir góð miðað við það sem á gekk. Vinir og ættingjar heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, segir atburði síðasta sólarhrings hafa fengið mjög á starfsfólk félagsins. „Dagurinn í dag hefur farið í að halda utanum okkar hóp. Við hittum einnig samstarfsfólk okkar hjá Slökkvilið Akureyrar og þar gátu menn talað saman. Þar kom ánægjulegur og eindregin samhugur manna um að láta þennan skelfilega atburð ekki skyggja á það starf sem unnið hefur verið í að byggja upp sjúkraflug á Akureyri,“ segir Sigurður Bjarni. „Ég er bara virkilega þakklátur fyrir þetta lið sem hér er til staðar.“Axel Daði ÞórhallssonFlugvélin hafnaði á akstursíþróttabraut í Hlíðarfjalli. Fjöldi fólks var þar samankominn til að fylgjast með kvartmílu og það þykir með ólíkindum brak úr vélinni hafi ekki hafnað á áhorfendum. Axel Daði Þórhallsson var að keppa í spyrnu þegar flugvélin hrapaði. „Ég var nýbúinn að standa upp úr bílnum mínum og stóð við hliðina á ungum dreng. Saman horfum við á flugvélina reka vinstri vænginn niður í malbikið, hann rifnar af og flugvélin sprakk,“ segir Axel Daði. „Það stóð allt í ljósum logum.“ „Þetta var óraunverulegt. Þú horfir á flugvél koma þarna niður og tætast í sundur. Maður frýs, ég gat ekki hreyft mig. Það var ekki fyrr en hitinn frá sprengingunni skall á mér sem ég hljóp. Þá reif ég drenginn sem stóð hjá mér og hljóp með hann í burtu.“ „Ég hefði ekki viljað standa nær þessu. Sem betur fer slasaðist enginn á jörðu niðri og það er í sjálfu sér kraftaverk. Þarna rigndi niður braki, stélið endaði í pyttinum. Við erum fegnir að það voru ekki fleiri í keppninni, þá hefði pytturinn verið fullur af fólki.“Sp.blm. Hvernig líður þér í dag? „Maður er tómur,“ segir Axel Daði. „Þetta er rosalega skrýtin tilfinning. Manni datt ekki í hug að maður yrði vitni að slíku.“
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira