Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. ágúst 2013 21:04 Guðsþjónusta gyðinga á Íslandi í fyrra. Eins og sjá má var íslenskt gos á boðstólum. Mynd/Rabbíni Berel Pewzner Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. Þetta kemur fram í grein í blaðinu The Jewish Daily Forward, sem er staðsett í New York borg í Bandaríkjunum. Ber greinin heitið "Örfáir gyðingar halda trúnni á lífi" og vísar það í guðsþjónustu sem 50 gyðingar á Íslandi héldu á síðasta ári. Segir í fréttinni að það sé mæting sem margir rabbínar myndu gefa vinstri hönd til þess að fá. Nú í ár stendur til að halda þjónustu á nýjan leik í tilefni af nýársfögnuði gyðinga. Mun rabbíninn, Berel Pewzner frá Chabad, mæta á staðinn en hann heimsækir Ísland reglulega. Hann kom fyrst hingað árið 2011 í því skyni að þróa hið litla samfélag gyðinga sem hér er. „Ég hef alltaf verið heillaður af lífi gyðinga á afskekktum og einstökum stöðum um heiminn,“ segir Pewzner í samtali við Forward. „Ég hef ferðast til fjölmargra landa, í þeim tilgangi að tengjast samfélögum gyðinga sem þar búa. Þannig að þegar ég kom til Íslands, til lands sem virtist hafa lítinn fjölda af gyðingum, en líflegt og nútímalegt samfélag gyðinga, kveikti það forvitni mína.“ Fyrsti gyðingurinn kom til landsins árið 1906 en það var ekki fyrr en 1940 sem fyrsti söfnuður gyðinga var stofnaður á íslenskri jörðu. Þá voru hér á landi mikið af Bretum sem að voru staðsettir hér vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Árið eftir komu enn fleiri gyðingar til landsins með tilkomu amerískra hermanna. Voru um tvö þúsund gyðingar hér í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag koma gyðingar á Íslandi víðsvegar að úr heiminum en engir innfæddir gyðingar eru hér samkvæmt greininni. Þeir gyðingar sem komu hingað til lands komu vegna vinnu, til þess að læra eða eltu ástina hingað í Atlantshafið. Jovana Alkalaj, sem kveðst vera serbneskur gyðingur, segir að uppruni hennar hafi aldrei verið vandamál fyrir neinn á Íslandi. Hún er gift Íslendingi. Julian Burgos, sjávarlíffræðingur sem ólst upp í Ecuador, hefur sömu sögu að segja. Hann segir að þrátt fyrir að enginn á Íslandi setji sig upp á móti venjum og háttum gyðinga gildi ekki það sama um Ísrael og stjórnmálin þar í landi. Segir hann marga Íslendinga gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og minnist hann á að fyrri ríkisstjórn hafi gengið harðlega fram í þeim efnum. Hann segist sjálfur eiga í innri átökum með efnið. „Jafnvel þó að ég sé gyðingur og elski Ísrael, eða mögulega vegna þess, er ég æstur yfir ástandinu í Gaza og á Vesturbakkanum og óbilgirni ísraelskra stjórnvalda,“ segir hann. Í greininni kemur ekki fram hvenær eða hvar guðsþjónustan verður haldin. Líkur má leiða að því að hún verði haldin í byrjun september þar sem að nýár gyðinga er haldið hátíðlegt fimmta til sjötta þess mánaðar. Gasa Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. Þetta kemur fram í grein í blaðinu The Jewish Daily Forward, sem er staðsett í New York borg í Bandaríkjunum. Ber greinin heitið "Örfáir gyðingar halda trúnni á lífi" og vísar það í guðsþjónustu sem 50 gyðingar á Íslandi héldu á síðasta ári. Segir í fréttinni að það sé mæting sem margir rabbínar myndu gefa vinstri hönd til þess að fá. Nú í ár stendur til að halda þjónustu á nýjan leik í tilefni af nýársfögnuði gyðinga. Mun rabbíninn, Berel Pewzner frá Chabad, mæta á staðinn en hann heimsækir Ísland reglulega. Hann kom fyrst hingað árið 2011 í því skyni að þróa hið litla samfélag gyðinga sem hér er. „Ég hef alltaf verið heillaður af lífi gyðinga á afskekktum og einstökum stöðum um heiminn,“ segir Pewzner í samtali við Forward. „Ég hef ferðast til fjölmargra landa, í þeim tilgangi að tengjast samfélögum gyðinga sem þar búa. Þannig að þegar ég kom til Íslands, til lands sem virtist hafa lítinn fjölda af gyðingum, en líflegt og nútímalegt samfélag gyðinga, kveikti það forvitni mína.“ Fyrsti gyðingurinn kom til landsins árið 1906 en það var ekki fyrr en 1940 sem fyrsti söfnuður gyðinga var stofnaður á íslenskri jörðu. Þá voru hér á landi mikið af Bretum sem að voru staðsettir hér vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Árið eftir komu enn fleiri gyðingar til landsins með tilkomu amerískra hermanna. Voru um tvö þúsund gyðingar hér í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag koma gyðingar á Íslandi víðsvegar að úr heiminum en engir innfæddir gyðingar eru hér samkvæmt greininni. Þeir gyðingar sem komu hingað til lands komu vegna vinnu, til þess að læra eða eltu ástina hingað í Atlantshafið. Jovana Alkalaj, sem kveðst vera serbneskur gyðingur, segir að uppruni hennar hafi aldrei verið vandamál fyrir neinn á Íslandi. Hún er gift Íslendingi. Julian Burgos, sjávarlíffræðingur sem ólst upp í Ecuador, hefur sömu sögu að segja. Hann segir að þrátt fyrir að enginn á Íslandi setji sig upp á móti venjum og háttum gyðinga gildi ekki það sama um Ísrael og stjórnmálin þar í landi. Segir hann marga Íslendinga gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og minnist hann á að fyrri ríkisstjórn hafi gengið harðlega fram í þeim efnum. Hann segist sjálfur eiga í innri átökum með efnið. „Jafnvel þó að ég sé gyðingur og elski Ísrael, eða mögulega vegna þess, er ég æstur yfir ástandinu í Gaza og á Vesturbakkanum og óbilgirni ísraelskra stjórnvalda,“ segir hann. Í greininni kemur ekki fram hvenær eða hvar guðsþjónustan verður haldin. Líkur má leiða að því að hún verði haldin í byrjun september þar sem að nýár gyðinga er haldið hátíðlegt fimmta til sjötta þess mánaðar.
Gasa Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira