Kínversk eftirherma VW Taigun Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2013 11:15 Sá kínverski og fyrirmyndin Kínverjar hafa gegnum tíðina verið ansi grófir við að stela hönnun annarra, hvort sem það er í bílaiðnaðinum eða annarri framleiðslu. Jiangsu Lake Motors í Kína hefur þó gengið ansi langt með því að sækja um einkaleyfi fyrir þessum bíl í heimalandinu, en hann er svo til alger eftirmynd af jepplingi sem Volkswagen vinnur nú að en er ekki enn kominn í sölu. Frá flestum hliðum er sá kínverski hreinlega alveg eins og sá þýski, þó síst að framan. Kínverska fyrirtækið ætlar að setja þessa eftirhermu á markað árið 2016. Það sem þykir einna sérstakast við þessa óskammfeilnu aðgerð kínverska framleiðandans er að það skuli nú reyna að sækjast eftir einkaleyfi á vinnu annarra og einnig að það gerir fyrirtækið áður en fyrirmyndin er komin á markað. Búast má við því að Volkswagen kæri kínverska framleiðandann fyrir þjófnað á útliti Taigun. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið
Kínverjar hafa gegnum tíðina verið ansi grófir við að stela hönnun annarra, hvort sem það er í bílaiðnaðinum eða annarri framleiðslu. Jiangsu Lake Motors í Kína hefur þó gengið ansi langt með því að sækja um einkaleyfi fyrir þessum bíl í heimalandinu, en hann er svo til alger eftirmynd af jepplingi sem Volkswagen vinnur nú að en er ekki enn kominn í sölu. Frá flestum hliðum er sá kínverski hreinlega alveg eins og sá þýski, þó síst að framan. Kínverska fyrirtækið ætlar að setja þessa eftirhermu á markað árið 2016. Það sem þykir einna sérstakast við þessa óskammfeilnu aðgerð kínverska framleiðandans er að það skuli nú reyna að sækjast eftir einkaleyfi á vinnu annarra og einnig að það gerir fyrirtækið áður en fyrirmyndin er komin á markað. Búast má við því að Volkswagen kæri kínverska framleiðandann fyrir þjófnað á útliti Taigun.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið