„Þetta var rosalega taugastrekkjandi leikur,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld.
Stjarnan vann magnaðan sigur, 2-1, á KR eftir framlengdan leik í Garðabænum.
„Við erum búnir að spila fjóra leiki í þessari keppni hingað til og þrisvar hafa leikirnir farið í framlengingu.“
„Þetta er búið að vera allt of erfið leið fyrir okkur til þess að klára ekki dæmið hér í kvöld. Þessir piltar mínir eru bara að styrkjast með tímanum og eftir svona mótlæti eins og í kvöld, þá gefast menn ekki upp. Þegar við fengum á okkur þetta jöfnunarmark þá héldu menn bara haus og kláruðu leikinn með sæmd.“
Garðbæingar fengu enn einu sinn magnaðan stuðning í kvöld frá Silfurskeiðinni.
„Ég þreytist ekkert á því að hæla þessum drengjum. Þeir hafa verið okkur frábærir og styðja okkur alltaf allan tímann.“
„Ég hef einnig oft hælt þeim mikið fyrir það hvernig þeir fara með vín. Þetta eru allt sómamenn í skemmtunum og jú hóflega drukkið vín gleður manns hjarta.“
Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.
"Hóflega drukkið vín gleður manns hjarta“
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti


Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn