Sport

Pedersen setti heimsmet í riðli Hrafnhildar | Hrafnhildur fimmtánda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rikke Moller Pedersen.
Rikke Moller Pedersen. Mynd/NordicPhotos/Getty
Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í fimmtánda sæti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á HM í sundi í Barcelona í kvöld en hún synti á 2:29.30 mínútum í undanúrslitasundinu. Danska stúlkan Rikke Moller Pedersen setti nýtt heimsmet í sundinu.

Íslandsmet Hrafnhildar er 2.27,11 mínútur og hún synti á 2:28.12 mínútum í undanrásunum í morgun. Hrafnhildur varð sextánda og síðustu inn í undanúrslitin en bætti sig um eitt sæti í undanúrslitunum þó að hún hafi ekki náð að bæta tímann sinn frá því fyrr í dag.

Danska stúlkan Rikke Moller Pedersen kom fyrst í mark í riðlinum hennar Hrafnhildar á nýju heimsmeti og það er ekki oft sem Íslendingur syndir sund þar sem heimsmetið fellur.

Pedersen kom í mark á 2:19.11 mínútum og bætti heimsmet bandarísku stúlkunnar Rebeccu Soni. Hrafnhildur varð því meira en tíu sekúndum á eftir þeirri dönsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×