"Ekki risastór fjárhagslegur pakki” Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 08:33 Mlakar í baráttunni við Sigfús Sigurðsson á HM 2007. Nordicphotos/Getty „Þetta er að okkur sýnist sterkur leikmaður. Hann er fyrst og fremst frábær í vörn en líka flottur línumaður. Hann kemur til með að verða Guðna (Ingvarssyni) innan handar á línunni," segir Arnar Pétursson, annar þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍBV. Eyjamenn hafa gengið frá samningi við Slóvenann Matjaz Mlakar. Um er að ræða margreyndan landsliðsmann Slóvena sem hefur leikið með helstu félagsliðum þjóðar sinnar undanfarin ár við góðan orðstír. „Hann er reynslumikill og kemur til með að hjálpa okkur mikið," segir Arnar sem á von á línumanninum stóra og stæðilega eftir Þjóðhátíð. „Hann mætir einhvern tímann seinna á Þjóðhátíð," segir Arnar léttur og greinilega kominn í gott stuð fyrir helgina. Aðspurður hvort ÍBV hafi fundið fjársjóðskistu til að geta fengið leikmann í styrkleikaflokki Mlakar segir Arnar: „Hann er alls ekkert risabiti fyrir okkur. Við værum ekki að ana út í neina vitleysu hvað það varðar." Arnar segir Eyjamenn hafa haldið vel utan um reksturinn undanfarin ár, verið skynsamir og byggt upp sitt lið hægt og rólega. „Við viljum alls ekki taka neina áhættu. Þetta er ekki risastór fjárhagslegur pakki fyrir okkur að fá hann til Eyja." Arnar segir Eyjamenn enn vinna að langtímamarkmiði sem lagt var upp með fyrir þremur árum. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum," segir Arnar og leggur áherslu á að þeir muni áfram vera í aðalhlutverki hjá liðinu. Byggt verði á efnilegu strákunum í Vestmannaeyjum en viðbót á borð við Mlakar sé ekki síst til þess að verða þeim innan handar og aðstoða þá. Arnar reiknar með því að ÍBV styrki sig frekar áður en undirbúningstímabilinu lýkur. „Ég get lofað þér því." ÍBV sækir ÍR heim í 1. umferð deildarinnar þann 21. september. Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Þetta er að okkur sýnist sterkur leikmaður. Hann er fyrst og fremst frábær í vörn en líka flottur línumaður. Hann kemur til með að verða Guðna (Ingvarssyni) innan handar á línunni," segir Arnar Pétursson, annar þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍBV. Eyjamenn hafa gengið frá samningi við Slóvenann Matjaz Mlakar. Um er að ræða margreyndan landsliðsmann Slóvena sem hefur leikið með helstu félagsliðum þjóðar sinnar undanfarin ár við góðan orðstír. „Hann er reynslumikill og kemur til með að hjálpa okkur mikið," segir Arnar sem á von á línumanninum stóra og stæðilega eftir Þjóðhátíð. „Hann mætir einhvern tímann seinna á Þjóðhátíð," segir Arnar léttur og greinilega kominn í gott stuð fyrir helgina. Aðspurður hvort ÍBV hafi fundið fjársjóðskistu til að geta fengið leikmann í styrkleikaflokki Mlakar segir Arnar: „Hann er alls ekkert risabiti fyrir okkur. Við værum ekki að ana út í neina vitleysu hvað það varðar." Arnar segir Eyjamenn hafa haldið vel utan um reksturinn undanfarin ár, verið skynsamir og byggt upp sitt lið hægt og rólega. „Við viljum alls ekki taka neina áhættu. Þetta er ekki risastór fjárhagslegur pakki fyrir okkur að fá hann til Eyja." Arnar segir Eyjamenn enn vinna að langtímamarkmiði sem lagt var upp með fyrir þremur árum. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum," segir Arnar og leggur áherslu á að þeir muni áfram vera í aðalhlutverki hjá liðinu. Byggt verði á efnilegu strákunum í Vestmannaeyjum en viðbót á borð við Mlakar sé ekki síst til þess að verða þeim innan handar og aðstoða þá. Arnar reiknar með því að ÍBV styrki sig frekar áður en undirbúningstímabilinu lýkur. „Ég get lofað þér því." ÍBV sækir ÍR heim í 1. umferð deildarinnar þann 21. september.
Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira