"Ekki risastór fjárhagslegur pakki” Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 08:33 Mlakar í baráttunni við Sigfús Sigurðsson á HM 2007. Nordicphotos/Getty „Þetta er að okkur sýnist sterkur leikmaður. Hann er fyrst og fremst frábær í vörn en líka flottur línumaður. Hann kemur til með að verða Guðna (Ingvarssyni) innan handar á línunni," segir Arnar Pétursson, annar þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍBV. Eyjamenn hafa gengið frá samningi við Slóvenann Matjaz Mlakar. Um er að ræða margreyndan landsliðsmann Slóvena sem hefur leikið með helstu félagsliðum þjóðar sinnar undanfarin ár við góðan orðstír. „Hann er reynslumikill og kemur til með að hjálpa okkur mikið," segir Arnar sem á von á línumanninum stóra og stæðilega eftir Þjóðhátíð. „Hann mætir einhvern tímann seinna á Þjóðhátíð," segir Arnar léttur og greinilega kominn í gott stuð fyrir helgina. Aðspurður hvort ÍBV hafi fundið fjársjóðskistu til að geta fengið leikmann í styrkleikaflokki Mlakar segir Arnar: „Hann er alls ekkert risabiti fyrir okkur. Við værum ekki að ana út í neina vitleysu hvað það varðar." Arnar segir Eyjamenn hafa haldið vel utan um reksturinn undanfarin ár, verið skynsamir og byggt upp sitt lið hægt og rólega. „Við viljum alls ekki taka neina áhættu. Þetta er ekki risastór fjárhagslegur pakki fyrir okkur að fá hann til Eyja." Arnar segir Eyjamenn enn vinna að langtímamarkmiði sem lagt var upp með fyrir þremur árum. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum," segir Arnar og leggur áherslu á að þeir muni áfram vera í aðalhlutverki hjá liðinu. Byggt verði á efnilegu strákunum í Vestmannaeyjum en viðbót á borð við Mlakar sé ekki síst til þess að verða þeim innan handar og aðstoða þá. Arnar reiknar með því að ÍBV styrki sig frekar áður en undirbúningstímabilinu lýkur. „Ég get lofað þér því." ÍBV sækir ÍR heim í 1. umferð deildarinnar þann 21. september. Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
„Þetta er að okkur sýnist sterkur leikmaður. Hann er fyrst og fremst frábær í vörn en líka flottur línumaður. Hann kemur til með að verða Guðna (Ingvarssyni) innan handar á línunni," segir Arnar Pétursson, annar þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍBV. Eyjamenn hafa gengið frá samningi við Slóvenann Matjaz Mlakar. Um er að ræða margreyndan landsliðsmann Slóvena sem hefur leikið með helstu félagsliðum þjóðar sinnar undanfarin ár við góðan orðstír. „Hann er reynslumikill og kemur til með að hjálpa okkur mikið," segir Arnar sem á von á línumanninum stóra og stæðilega eftir Þjóðhátíð. „Hann mætir einhvern tímann seinna á Þjóðhátíð," segir Arnar léttur og greinilega kominn í gott stuð fyrir helgina. Aðspurður hvort ÍBV hafi fundið fjársjóðskistu til að geta fengið leikmann í styrkleikaflokki Mlakar segir Arnar: „Hann er alls ekkert risabiti fyrir okkur. Við værum ekki að ana út í neina vitleysu hvað það varðar." Arnar segir Eyjamenn hafa haldið vel utan um reksturinn undanfarin ár, verið skynsamir og byggt upp sitt lið hægt og rólega. „Við viljum alls ekki taka neina áhættu. Þetta er ekki risastór fjárhagslegur pakki fyrir okkur að fá hann til Eyja." Arnar segir Eyjamenn enn vinna að langtímamarkmiði sem lagt var upp með fyrir þremur árum. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum," segir Arnar og leggur áherslu á að þeir muni áfram vera í aðalhlutverki hjá liðinu. Byggt verði á efnilegu strákunum í Vestmannaeyjum en viðbót á borð við Mlakar sé ekki síst til þess að verða þeim innan handar og aðstoða þá. Arnar reiknar með því að ÍBV styrki sig frekar áður en undirbúningstímabilinu lýkur. „Ég get lofað þér því." ÍBV sækir ÍR heim í 1. umferð deildarinnar þann 21. september.
Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira