Flottu heimsmeistaramóti lokið 19. ágúst 2013 07:05 Íslenski hópurinn að keppni lokinni í Jean Parc Drapeau sundlauginni í Montréal. Efri röð frá vinstri: Kristín Guðmundsdóttir landsliðsþjálfari, Aníta Ósk Hrafnsdóttir liðsstjóri, Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Jón Margeir Sverrisson. Neðri röð frá vinstri: Thelma Björg Björnsdóttir og Hjörtur Már Ingvarsson. Mynd/íþróttasamband fatlaðra Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi er lokið en mótið fór fram í Montréal í Kanada. Jón Margeir Sverrisson lokaði hringnum fyrir íslensku sveitina þegar hann hafnaði í 5. sæti á nýju og glæsilegu Íslandsmeti í 200m fjórsundi S14 karla. Í úrslitum þetta lokakvöld synti Hjörtur Már Ingvarsson í 100m skriðsundi í flokki S6 og hafnaði í 8. sæti á tímanum 1:34,38 mín. Thelma Björg Björnsdóttir var næst á svið í 100m skriðsundi S6 kvenna og hafnaði einnig í 8. sæti. Þau leiðu mistök urðu á framkvæmd sundsins að engir tímar voru skráðir heldur skipað í sæti eftir þeirri röð sem sundmenn komu í bakkann. Forsvarsmenn þeirra þjóða sem áttu sundmenn í þessu úrslitasundi, þar á meðal Ísland, voru beðnir um að kjósa hvort synda ætti greinina aftur eða láta hana standa og raða eftir sætum. Það varð ofan á að raða eftir sætum hvenær sundmennirnir komu í bakkann og því fæst enginn skráður tími á þetta sund. Nokkur töf varð á mótinu fyrir vikið en það kom loks að 200m fjórsundi S14 karla þar sem Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið sitt til muna sem hann hafði sett í undanrásum fyrr um morguninn. Jón var í bullandi baráttu um verðlaun en varð að láta sér lynda 5. sætið á tímanum 2.18,79 mín en fjórir sundmenn í sætum 2-5 syntu allir á 2.18,30 mín - 2.18,79 mín. Hollendingurinn Marc Evers hafði sigur á 2.12,37 mín. og ber höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Jón Margeir var skráður inn í 200m fjórsund á 2.23,72 mín. og því um gríðarlega bætingu að ræða eða um fimm sekúndur. Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi er lokið en mótið fór fram í Montréal í Kanada. Jón Margeir Sverrisson lokaði hringnum fyrir íslensku sveitina þegar hann hafnaði í 5. sæti á nýju og glæsilegu Íslandsmeti í 200m fjórsundi S14 karla. Í úrslitum þetta lokakvöld synti Hjörtur Már Ingvarsson í 100m skriðsundi í flokki S6 og hafnaði í 8. sæti á tímanum 1:34,38 mín. Thelma Björg Björnsdóttir var næst á svið í 100m skriðsundi S6 kvenna og hafnaði einnig í 8. sæti. Þau leiðu mistök urðu á framkvæmd sundsins að engir tímar voru skráðir heldur skipað í sæti eftir þeirri röð sem sundmenn komu í bakkann. Forsvarsmenn þeirra þjóða sem áttu sundmenn í þessu úrslitasundi, þar á meðal Ísland, voru beðnir um að kjósa hvort synda ætti greinina aftur eða láta hana standa og raða eftir sætum. Það varð ofan á að raða eftir sætum hvenær sundmennirnir komu í bakkann og því fæst enginn skráður tími á þetta sund. Nokkur töf varð á mótinu fyrir vikið en það kom loks að 200m fjórsundi S14 karla þar sem Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið sitt til muna sem hann hafði sett í undanrásum fyrr um morguninn. Jón var í bullandi baráttu um verðlaun en varð að láta sér lynda 5. sætið á tímanum 2.18,79 mín en fjórir sundmenn í sætum 2-5 syntu allir á 2.18,30 mín - 2.18,79 mín. Hollendingurinn Marc Evers hafði sigur á 2.12,37 mín. og ber höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Jón Margeir var skráður inn í 200m fjórsund á 2.23,72 mín. og því um gríðarlega bætingu að ræða eða um fimm sekúndur.
Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira