Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands í knattspyrnu.
Sigurður fór með liðið í tvígang á stórmót og náði besta árangri allra þjálfara sem hafa verið með liðið.
Þjálfarinn tók við liðinu í árslok 2006 og var því tæplega sjö ár þjálfari íslenska landsliðsins. Sigurður Ragnar stýrði liðinu í 78 leikjum og skilaði frábæru starfi til KSÍ.
Í yfirlýsingu frá KSÍ vill sambandið þakka Sigurði Ragnari fyrir frábært starf með liðið á undanförnum árum.
Sigurður Ragnar hættur með kvennalandsliðið
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti



„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti