Mustang í 180 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2013 08:45 Flestir nýir bílar hafa farið í mikla megrun frá síðustu gerð þeirra og þrýstingur stjórnvalda um lækkun eyðslu og mengunar eru þar stærsti áhrifaþátturinn. Þrýstingurinn á bandaríska bílaframleiðendur er síst minni en á þá evrópsku. Því vinnur Ford nú að því að minnka þyngd næstu kynslóðar Mustang sportbíla sinna og á það að skila 180 kg léttari bíl, hvorki meira né minna. Núna er Ford Mustang 1.635 kíló, en verður því 1.455 kíló. Mun bíllinn því léttast um 11% og því eðlilegt að áætla að eldsneytisnotkununin og mengun bílsins fari niður um samsvarandi tölu. Léttara smíðaefni verður notað og ál spilar þar stóran þátt, sem og þynnra hástyrktarstál. Helstu samkeppnisbílar Mustang í Bandaríkjunum, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger eru 120 og 200 kílóum þyngri, en búast má við því að þeir fari líka í mikla megrun við næstu kynslóð þeirrra. Þessi næsta kynslóð Mustang, sem verður sú sjötta í röðinni, verður styttri en núverandi bíll og munar þar heilum 38 sentimetrum. Bíllinn verður einnig 16,5 sentimetrum mjórri. Núverandi bíll er 4,8 metrar. Mustang mun hækka í verði um 10% og vonandi verður sú hækkun þess virði. Sjötta kynslóð Mustang verður kynnt til sögunnar á bílasýningunni North American International Auto Show í Detroit í janúar. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent
Flestir nýir bílar hafa farið í mikla megrun frá síðustu gerð þeirra og þrýstingur stjórnvalda um lækkun eyðslu og mengunar eru þar stærsti áhrifaþátturinn. Þrýstingurinn á bandaríska bílaframleiðendur er síst minni en á þá evrópsku. Því vinnur Ford nú að því að minnka þyngd næstu kynslóðar Mustang sportbíla sinna og á það að skila 180 kg léttari bíl, hvorki meira né minna. Núna er Ford Mustang 1.635 kíló, en verður því 1.455 kíló. Mun bíllinn því léttast um 11% og því eðlilegt að áætla að eldsneytisnotkununin og mengun bílsins fari niður um samsvarandi tölu. Léttara smíðaefni verður notað og ál spilar þar stóran þátt, sem og þynnra hástyrktarstál. Helstu samkeppnisbílar Mustang í Bandaríkjunum, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger eru 120 og 200 kílóum þyngri, en búast má við því að þeir fari líka í mikla megrun við næstu kynslóð þeirrra. Þessi næsta kynslóð Mustang, sem verður sú sjötta í röðinni, verður styttri en núverandi bíll og munar þar heilum 38 sentimetrum. Bíllinn verður einnig 16,5 sentimetrum mjórri. Núverandi bíll er 4,8 metrar. Mustang mun hækka í verði um 10% og vonandi verður sú hækkun þess virði. Sjötta kynslóð Mustang verður kynnt til sögunnar á bílasýningunni North American International Auto Show í Detroit í janúar.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent