Wiesmann gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2013 13:15 Þýski ofursportbílaframleiðandinn Wiesmann hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Kemur það ef til vill fáum á óvart en fyrirtækið hefur ekki kynnt nýjan bíl í mörg herrans ár heldur haldið sig við gamla útlitshönnun bíla sinna. Bílar Wiesmann hafa engu að síður vakið aðdáun bílaáhugmanna, enda engir aumingjar þar á ferð. Wiesmann hefur framleitt um 200 bíla á ári á undanförnum árum. Þeir hafa verið með BMW vélar og nýjustu árgerðirnar hafa verið með 547 hestaflabúnt undir húddinu. Bæði götubíllinn GT MF5 og keppnisakstursbíllinn GT MF4-CS hafa skartað þeirri vél og bílarnir því æði snarpir, en götubíllinn er 3,9 sekúndur í hundraðið. Það eru bræðurnir Martin og Friedhelm Wiesmann sem stofnuðu fyrirtækið árið 1985, en nú gæti 28 ára sögu þess verið lokið. Kannski kaupir einhver loðinn um lófana sig inn í fyrirtækið og kemur því frá gjaldþroti, en greiðslustöðvun er nú oftast undanfari þess. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þýski ofursportbílaframleiðandinn Wiesmann hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Kemur það ef til vill fáum á óvart en fyrirtækið hefur ekki kynnt nýjan bíl í mörg herrans ár heldur haldið sig við gamla útlitshönnun bíla sinna. Bílar Wiesmann hafa engu að síður vakið aðdáun bílaáhugmanna, enda engir aumingjar þar á ferð. Wiesmann hefur framleitt um 200 bíla á ári á undanförnum árum. Þeir hafa verið með BMW vélar og nýjustu árgerðirnar hafa verið með 547 hestaflabúnt undir húddinu. Bæði götubíllinn GT MF5 og keppnisakstursbíllinn GT MF4-CS hafa skartað þeirri vél og bílarnir því æði snarpir, en götubíllinn er 3,9 sekúndur í hundraðið. Það eru bræðurnir Martin og Friedhelm Wiesmann sem stofnuðu fyrirtækið árið 1985, en nú gæti 28 ára sögu þess verið lokið. Kannski kaupir einhver loðinn um lófana sig inn í fyrirtækið og kemur því frá gjaldþroti, en greiðslustöðvun er nú oftast undanfari þess.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira