Stjörnuhjónin Daniel Craig og Rachel Weisz eiga heima í þakíbúð í New York. Íbúðina leigja þau fyrir nítján þúsund dollara á mánuði, rúmlega tvær milljónir króna.
Íbúðin er hlaðin lúxus og búin þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Þakíbúðin er á sérhæð og þarf sérstakan lykil í lyftuna til að komast upp á hæðina.
Smekkmanneskjur.Rachel og Daniel hafa búið í þessari glæsiíbúð síðan þau giftu sig árið 2011 en eru nú að leita sér að nýjum stað til að kalla heimili sitt.