Framleiðsla á Ferrari eftirhermum stöðvuð Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2013 08:45 Lögreglan á Spáni lokaði verkstæði í Valencia þar sem smíðaðar voru eftirhermur af Ferrari bílum. Þegar lögreglan kom í heimsókn voru 17 bílar langt komnir í smíðinni og 3 þeirra tilbúnir til sölu. Bílarnir voru af gerðunum Ferrari F430, F430 Spider og 458 Spider. Bílana smíðuðu þessir óprúttnu bílasmiðir uppúr Pontiac Fiero bílum en svo vel hafði þeim tekist til við smíðina að það þurfti augu þeirra sem þekkja vel til Ferrari bíla til að sjá muninn á ytra byrði þeirra, þó erfitt hljóti að reynast að ná aksturgæðum og vélum Ferrari bíla. Á verkstæðinu fundust einnig tvær eftirmyndir Aston Martin bíla sem til stóða að selja gegnum netið, eins og „Ferrari/Fiero“ bílana. Alls voru 8 starfsmenn handteknir og ekki er víst að þeir hefji störf aftur á næstunni. Sá sem hafði látið lögregluna vita rekur eitt söluumboða Ferrari á Spáni. Svo langt hafði verið gengið við smíðina að þeir hlutir sem ekki reyndist unnt að herma eftir voru hreinlega frá Ferrari. Sjá má myndskeið frá heimsókn lögreglunnar hér að ofan. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent
Lögreglan á Spáni lokaði verkstæði í Valencia þar sem smíðaðar voru eftirhermur af Ferrari bílum. Þegar lögreglan kom í heimsókn voru 17 bílar langt komnir í smíðinni og 3 þeirra tilbúnir til sölu. Bílarnir voru af gerðunum Ferrari F430, F430 Spider og 458 Spider. Bílana smíðuðu þessir óprúttnu bílasmiðir uppúr Pontiac Fiero bílum en svo vel hafði þeim tekist til við smíðina að það þurfti augu þeirra sem þekkja vel til Ferrari bíla til að sjá muninn á ytra byrði þeirra, þó erfitt hljóti að reynast að ná aksturgæðum og vélum Ferrari bíla. Á verkstæðinu fundust einnig tvær eftirmyndir Aston Martin bíla sem til stóða að selja gegnum netið, eins og „Ferrari/Fiero“ bílana. Alls voru 8 starfsmenn handteknir og ekki er víst að þeir hefji störf aftur á næstunni. Sá sem hafði látið lögregluna vita rekur eitt söluumboða Ferrari á Spáni. Svo langt hafði verið gengið við smíðina að þeir hlutir sem ekki reyndist unnt að herma eftir voru hreinlega frá Ferrari. Sjá má myndskeið frá heimsókn lögreglunnar hér að ofan.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent