Ívar Ingimarsson landaði gulli í hjólreiðakeppni 11. ágúst 2013 15:08 Hilmar Gunnlaugsson, Sigurður Magnússon og Ívar Ingimarsson. Mynd/UÍA Þórarinn Sigurbergsson setti brautarmet þegar hann varð fyrstur í mark í 103 km keppni í hjólreiðakeppninni Tour de Orminum sem fram fór á Fljótsdalshéraði í gær. Þórarinn kom í mark á 3:49,12 tímum og bætti þar með brautarmetið frá í fyrra um þrettán mínútur. Það átti Unnsteinn Jónsson sem kom annar í mark á 3:56,55 klst. Aðalsteinn Aðalsteinsson varð þriðji í 103 km hringnum á tímanum 4:53,55 klst. Í keppninni er ræst í Hallormsstaðarskógi og hjólað út í Egilsstaði og upp Fell. Tveir hringir eru í boði, í lengri hringnum er hjólað alla leið inn að innsta bæ í Fljótsdal en í styttri hringnum, 68 km umhverfis Löginn en þá er farið yfir brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal við Hengifoss. Endamarkið er líkt og rásmarkið á Hallormsstað. Þar varð Hafliði Sævarsson fyrstur í mark á 2:30,19 klst. sem einnig er nýtt brautarmet. Óskar Aðalbjarnarson varð annar í karlaflokki 2:57,04 klst. Eiginkona hans, Stefanía Gunnarsdóttir, varð fyrst í kvennaflokki á 2:59,14 en Pálína Margeirsdóttir önnur á 3:49,15. Í styttri vegalengdinni er einnig boðið upp á liðakeppni þar sem þrír skipta með sér erfiðinu. Hilmar Gunnlaugsson, Sigurður Magnússon og Ívar Ingimarsson mynduðu liðið sem kom fyrst í mark á 2:39,28 en þau Aðalsteinn Þórhallsson, Gyða Guttormsdóttir og Hjálmar Jóelsson urðu önnur á 3:17,27. Veður til hjólreiða í gær var ágætt. Nokkuð heitt var í veðri, ríflega fimmtán stiga hiti og sól. Sunnangola kældi keppendur nokkuð en gerði þeim hins vegar erfitt, sérstaklega í brekkunum í Fellum. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sjá meira
Þórarinn Sigurbergsson setti brautarmet þegar hann varð fyrstur í mark í 103 km keppni í hjólreiðakeppninni Tour de Orminum sem fram fór á Fljótsdalshéraði í gær. Þórarinn kom í mark á 3:49,12 tímum og bætti þar með brautarmetið frá í fyrra um þrettán mínútur. Það átti Unnsteinn Jónsson sem kom annar í mark á 3:56,55 klst. Aðalsteinn Aðalsteinsson varð þriðji í 103 km hringnum á tímanum 4:53,55 klst. Í keppninni er ræst í Hallormsstaðarskógi og hjólað út í Egilsstaði og upp Fell. Tveir hringir eru í boði, í lengri hringnum er hjólað alla leið inn að innsta bæ í Fljótsdal en í styttri hringnum, 68 km umhverfis Löginn en þá er farið yfir brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal við Hengifoss. Endamarkið er líkt og rásmarkið á Hallormsstað. Þar varð Hafliði Sævarsson fyrstur í mark á 2:30,19 klst. sem einnig er nýtt brautarmet. Óskar Aðalbjarnarson varð annar í karlaflokki 2:57,04 klst. Eiginkona hans, Stefanía Gunnarsdóttir, varð fyrst í kvennaflokki á 2:59,14 en Pálína Margeirsdóttir önnur á 3:49,15. Í styttri vegalengdinni er einnig boðið upp á liðakeppni þar sem þrír skipta með sér erfiðinu. Hilmar Gunnlaugsson, Sigurður Magnússon og Ívar Ingimarsson mynduðu liðið sem kom fyrst í mark á 2:39,28 en þau Aðalsteinn Þórhallsson, Gyða Guttormsdóttir og Hjálmar Jóelsson urðu önnur á 3:17,27. Veður til hjólreiða í gær var ágætt. Nokkuð heitt var í veðri, ríflega fimmtán stiga hiti og sól. Sunnangola kældi keppendur nokkuð en gerði þeim hins vegar erfitt, sérstaklega í brekkunum í Fellum.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sjá meira