LdB Malmö vann ótrúlegan 3-2 útisigur á Tyresö í toppslagnum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Landsliðskonurnar Þóra Björg Helgadóttir og Sara Gunnarsdóttir spiluðu allan leikinn venju samkvæmt í heimsókn hjá stórliðinu í Tyresö. Heimakonur komust í 1-0 snemma leiks og þannig stóðu leikar þar til um miðjan síðari hálfleikinn.
Ramona Bachmann jafnaði metin fyrir gestina á 64. mínútu en sex mínútum síðar var hin sænska Amanda Ilestedt rekin af velli. Heimakonur tóku forystuna mínútu síðar og útlit fyrir sigur Tyresö sem hafði þriggja stiga forskot á Malmö á toppnum fyrir leikinn.
Gestirnir neituðu að gefast upp og Lina Nilsson jafnaði metin á 79. mínútu. Tíu leikmenn Malmö tryggðu sér svo sigurinn með marki Svisslendingsins Bachmann á 84. mínútu.
Með sigrinum komst Malmö upp að hlið Tyresö í toppsæti deildarinnar með 30 stig. Tyresö hefur þó aðeins betri markatölu. Hin brasilíska Marta sat allan tímann á varamannabekk Tyresö sem á sænska meistaratitilinn að verja.
Sara og Þóra í tíu manna sigurliði gegn toppliðinu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn

Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn
