Það þurfti að flauta af leik AZ Alkmaar og gríska liðsins Atromitos í Evrópudeildinni í kvöld en rýma þurfti leikvanginn vegna elds í þaki leikvangsins.
AZ Alkmaar var í frábærum málum eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í Grikklandi en hollenska liðið missti Markus Henriksen af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu.
Dimitrios Papadopoulos kom síðan Atromitos í 1-0 á 53. mínútu og það var því komin spenna í einvígið þegar dómari leiksins þurfti að flauta leikinn af. Papadopoulos hafði áður klikkað á víti í leiknum.
Það varð vart við eld í þaki leikvangsins og völlurinn var strax rýmdur af öryggisástæðum.
Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson voru báðir í byrjunarliði AZ Alkmaar í kvöld en þeir skoruðu öll mörk liðsins í fyrri leiknum. Aron var kominn útaf þegar leikurinn var flautaður af.
Leikur AZ Alkmaar flautaður af
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

