Bílamarkaður Evrópu þarf 5-6 ár til að jafna sig Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2013 15:15 Stephen Odell forstjóri Ford í Evrópu Forstjóri Ford í Evrópu segir líklegt að það þurfi heil 5 til 6 ár fyrir bílamarkaðinn að jafna sig í álfunni. Bílamarkaðurinn hefur farið minnkandi nú nokkur ár í röð en forstjórinn telur teikn á lofti um að sú þróun muni stöðvast seint á þessu ári og það gæti þá þýtt eitthvað aukna sölu bíla á næsta ári. Spá forstjórans, Stephen Odell, um heildarsölu bíla í Evrópu hefur ekki breyst fyrir þetta ár, þ.e. 13,5 milljón bílar. Það er ansi langt frá sölutölunum frá árinu 2007 en þá seldust 18 milljón bílar. Minnkunin frá þeim tíma er 25%. Odell telur því að þeirri sölutölu verði aftur náð rétt fyrir enda þessa áratugar. Ford gerir ráð fyrir að tapa 216 milljöðrum króna á rekstri sínum í Evrópu í ár. Í október í fyrra upplýsti Ford að það ætlaði að fækka starfsfólki um 6.200 á álfunni og loka einum 3 verksmiðjum þar áður en árið 2014 verður liðið. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent
Forstjóri Ford í Evrópu segir líklegt að það þurfi heil 5 til 6 ár fyrir bílamarkaðinn að jafna sig í álfunni. Bílamarkaðurinn hefur farið minnkandi nú nokkur ár í röð en forstjórinn telur teikn á lofti um að sú þróun muni stöðvast seint á þessu ári og það gæti þá þýtt eitthvað aukna sölu bíla á næsta ári. Spá forstjórans, Stephen Odell, um heildarsölu bíla í Evrópu hefur ekki breyst fyrir þetta ár, þ.e. 13,5 milljón bílar. Það er ansi langt frá sölutölunum frá árinu 2007 en þá seldust 18 milljón bílar. Minnkunin frá þeim tíma er 25%. Odell telur því að þeirri sölutölu verði aftur náð rétt fyrir enda þessa áratugar. Ford gerir ráð fyrir að tapa 216 milljöðrum króna á rekstri sínum í Evrópu í ár. Í október í fyrra upplýsti Ford að það ætlaði að fækka starfsfólki um 6.200 á álfunni og loka einum 3 verksmiðjum þar áður en árið 2014 verður liðið.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent