Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2013 08:45 Murray á titil að verja í New York. Nordicphotos/AFP Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. Murray var í essinu sínu og það tók hann aðeins 98 mínútur að landa sigrinum eftir að leikurinn loksins hófst. Lokatölurnar urðu 6-2, 6-4 og 6-3 í þremur settum. Mótið í New York hófst á mánudag en Murray þurfti að bíða lengi eftir að hefja titilvörn sína. Vegna rigningar þurfti að fresta fjölmörgum leikjum og svo fór að Murray hóf ekki leik fyrr en klukkan 7 á miðvikudagskvöldið. Þá voru liðnir tveir sólarhringar frá því Rafael Nadal, sem þykir líklegur til afreka í New York, tryggði sér sæti í 2. umferð. „Að spila á þessum tíma var ekki ákjósanlegt,“ sagði Murray um tímasetninguna á leik sínum. Hann sagðist ekki hafa fengið að vita um tímasetninguna fyrr en síðdegis á þriðjudaginn. Því hafi þurft að setja upp æfingu í skyndi á þriðjudagskvöld í flóðljósum. „Þetta snýst ekki um mig heldur okkur alla. Þótt ég hafi unnið í fyrra þá skiptir það engu máli. Það eru leikmenn hérna sem fá tveimur dögum meira í hvíld á milli leikja,“ sagði Skotinn eftir leikinn. Novak Djokovic, Roger Federer, Rafael Nadal, Tomas Berdychm, Richard Gasquet og David Ferrer unnu allir sannfærandi sigra í fyrstu umferðinni. Juan Martin Del Potro lenti í maraþonviðureign gegn Guillermo Garcia-Lopez sem gera þurfti hlé á nokkrum sinnum vegna vætu. Argentínumaðurinn hafði þó sigur að lokum 6-3, 6-7 (5-7), 6-4, 7-6 (9-7) í leik sem tók á fimmtu klukkustund. Del Potro vann sigur á mótinu árið 2009. 2. umferð í einliðaleik karla hefst á morgun en í dag verður leikið í einliðaleik kvenna. Tennis Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. Murray var í essinu sínu og það tók hann aðeins 98 mínútur að landa sigrinum eftir að leikurinn loksins hófst. Lokatölurnar urðu 6-2, 6-4 og 6-3 í þremur settum. Mótið í New York hófst á mánudag en Murray þurfti að bíða lengi eftir að hefja titilvörn sína. Vegna rigningar þurfti að fresta fjölmörgum leikjum og svo fór að Murray hóf ekki leik fyrr en klukkan 7 á miðvikudagskvöldið. Þá voru liðnir tveir sólarhringar frá því Rafael Nadal, sem þykir líklegur til afreka í New York, tryggði sér sæti í 2. umferð. „Að spila á þessum tíma var ekki ákjósanlegt,“ sagði Murray um tímasetninguna á leik sínum. Hann sagðist ekki hafa fengið að vita um tímasetninguna fyrr en síðdegis á þriðjudaginn. Því hafi þurft að setja upp æfingu í skyndi á þriðjudagskvöld í flóðljósum. „Þetta snýst ekki um mig heldur okkur alla. Þótt ég hafi unnið í fyrra þá skiptir það engu máli. Það eru leikmenn hérna sem fá tveimur dögum meira í hvíld á milli leikja,“ sagði Skotinn eftir leikinn. Novak Djokovic, Roger Federer, Rafael Nadal, Tomas Berdychm, Richard Gasquet og David Ferrer unnu allir sannfærandi sigra í fyrstu umferðinni. Juan Martin Del Potro lenti í maraþonviðureign gegn Guillermo Garcia-Lopez sem gera þurfti hlé á nokkrum sinnum vegna vætu. Argentínumaðurinn hafði þó sigur að lokum 6-3, 6-7 (5-7), 6-4, 7-6 (9-7) í leik sem tók á fimmtu klukkustund. Del Potro vann sigur á mótinu árið 2009. 2. umferð í einliðaleik karla hefst á morgun en í dag verður leikið í einliðaleik kvenna.
Tennis Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira