Markvörðurinn Óskar Pétursson, leikmaður Grindavíkur, puttabrotnaði í leik gegn Leikni í 1. deild karla síðastliðin laugardag.
Vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu í dag.
Grindvíkingar verma toppsætið í 1. deildinni og því mikið áfall fyrir þá að missa markvörð sinn frá í meiðsli.
Ekki er vitað hversu lengi Óskar verður frá en hann missir í það minnsta af leiknum gegn Selfyssingum annað kvöld.
Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 36 stig en Haukar, Fjölnir og BÍ/Bolungarvík eru öll með 34 stig í öðru til fjórða sætinu.
Óskar Pétursson puttabrotinn
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn




Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn